17 þúsund fermetrar í viðbót við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2021 20:02 Leó Árnason, sem er að rifna úr stolti af nýja miðbænum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi hefur fengið miklu betri viðtökur en forsvarsmenn verkefnisins áttu nokkurn tíma von á. Framkvæmdir hefjast fljótlega við annan áfanga miðbæjarins, sem verður um 17 þúsund fermetrar með mörgum sögufrægum húsum og fleiri veitingastöðum og verslunum. Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira