Enginn skorað fleiri úrvalsdeildarmörk fyrir West Ham en fyrrum hægri bakvörðurinn Antonio Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 15:01 Michael Antonio fagnar fyrra marki sínu í 4-1 sigrinum gegn Leicester City. Rob Newell/Getty Images Michael Antonio skoraði tvívegis í 4-1 sigri West Ham United á Leicester City í gærkvöld. Hann hefur nú skorað 49 mörk fyrir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni og er þar af leiðandi markahæsti leikmaður Hamranna í deild þeirra bestu á Englandi. Það er síðan hún var sett á laggirnar árið 1992. Áhugaverð staðreynd þegar horft er til þess að Antonio var á sínum tíma notaður sem hægri bakvörður. Frá því að David Gold og David Sullivan keyptu West Ham United í janúar 2010 hefur félagið sótt – keypt eða fengið á láni - 49 framherja. Fúlgum fjár hefur verið eytt í þennan gríðarlega fjölda framherja, allt með það að markmiði að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa sótt leikmenn á borð við Mido, Benni McCarthy, Jordan Hugill, Wellington Paulista, Marouane Chamakh, Marco Borriello, Nene, Nikica Jelavic, John Carew, Albian Ajeti, Modibo Maiga, Simone Zaza, Emmanuel Emenike, Robbie Keane, Ashley Fletcher, Lucas Perez, Carlton Cole, Andre Ayew, Enner Valencia, Javier Hernandez, Mauro Zarate, Andy Carroll, Diafra Sakho, Demba Ba og Sebastian Haller þá er það Michael Antonio, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, sem hefur nýtt tækifærið. I LOVE FOOTBALL, I LOVE SCORING GOALS, I LOVE MAKING HISTORY, I LOVE THIS TEAM AND I LOVE EVERYONE WHO HELPED ME GET TO WHERE I AM TODAY #49NotOut pic.twitter.com/OJLndy26MV— Michail Antonio (@Michailantonio) August 24, 2021 Sá fór í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að David Moyes tók við liðinu á nýjan leik en Slaven Bilić, fyrrum þjálfari liðsins, hafði ætlað að gera Antonio að hægri bakverði. Fyrir leikinn í gær var Antonio jafn goðsögninni Paolo di Canio með 47 úrvalsdeildarmörk. Það var því við hæfi að Antonio, sem er loksins kominn í treyju númer 9 hjá félaginu, hafi fagnað 48. marki sínu fyrir West Ham með … sjálfum sér. Þar kom bersýnilega í ljós að hinn 31 árs gamli Antionio tekur lífinu ekki of alvarlega. „Við vorum að ræða þetta fyrr í vikunni og ég sagði að besta fagnið væri eins og í Save The Last Dance. Kannski gæti einhver lyft mér upp eins og Baby? En ég fékk pappa útgáfu frekar og lyfti henni upp.“ When you've just made history, how would you celebrate?If you're Michail Antonio you lift up, dance with and kiss a cardboard cut-out of yourself! #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2021 Ljóst er að Antonio hefur aðeins ruglast á kvikmyndum en Baby er úr Dirty Dancing frá áttunda áratugnum en ekki Save The Last Dance sem kom út um aldamótin. „Ég er mjög ánægður. Ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu Antonio í fyrri hálfleik en hann gerði nóg til að þagga niðri í mér í síðari hálfleik,“ sagði gleðigjafinn Moyes að leik loknum. West Ham er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tvo sigra úr tveimur leikjum til þessa. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Áhugaverð staðreynd þegar horft er til þess að Antonio var á sínum tíma notaður sem hægri bakvörður. Frá því að David Gold og David Sullivan keyptu West Ham United í janúar 2010 hefur félagið sótt – keypt eða fengið á láni - 49 framherja. Fúlgum fjár hefur verið eytt í þennan gríðarlega fjölda framherja, allt með það að markmiði að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa sótt leikmenn á borð við Mido, Benni McCarthy, Jordan Hugill, Wellington Paulista, Marouane Chamakh, Marco Borriello, Nene, Nikica Jelavic, John Carew, Albian Ajeti, Modibo Maiga, Simone Zaza, Emmanuel Emenike, Robbie Keane, Ashley Fletcher, Lucas Perez, Carlton Cole, Andre Ayew, Enner Valencia, Javier Hernandez, Mauro Zarate, Andy Carroll, Diafra Sakho, Demba Ba og Sebastian Haller þá er það Michael Antonio, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, sem hefur nýtt tækifærið. I LOVE FOOTBALL, I LOVE SCORING GOALS, I LOVE MAKING HISTORY, I LOVE THIS TEAM AND I LOVE EVERYONE WHO HELPED ME GET TO WHERE I AM TODAY #49NotOut pic.twitter.com/OJLndy26MV— Michail Antonio (@Michailantonio) August 24, 2021 Sá fór í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að David Moyes tók við liðinu á nýjan leik en Slaven Bilić, fyrrum þjálfari liðsins, hafði ætlað að gera Antonio að hægri bakverði. Fyrir leikinn í gær var Antonio jafn goðsögninni Paolo di Canio með 47 úrvalsdeildarmörk. Það var því við hæfi að Antonio, sem er loksins kominn í treyju númer 9 hjá félaginu, hafi fagnað 48. marki sínu fyrir West Ham með … sjálfum sér. Þar kom bersýnilega í ljós að hinn 31 árs gamli Antionio tekur lífinu ekki of alvarlega. „Við vorum að ræða þetta fyrr í vikunni og ég sagði að besta fagnið væri eins og í Save The Last Dance. Kannski gæti einhver lyft mér upp eins og Baby? En ég fékk pappa útgáfu frekar og lyfti henni upp.“ When you've just made history, how would you celebrate?If you're Michail Antonio you lift up, dance with and kiss a cardboard cut-out of yourself! #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2021 Ljóst er að Antonio hefur aðeins ruglast á kvikmyndum en Baby er úr Dirty Dancing frá áttunda áratugnum en ekki Save The Last Dance sem kom út um aldamótin. „Ég er mjög ánægður. Ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu Antonio í fyrri hálfleik en hann gerði nóg til að þagga niðri í mér í síðari hálfleik,“ sagði gleðigjafinn Moyes að leik loknum. West Ham er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tvo sigra úr tveimur leikjum til þessa.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. 23. ágúst 2021 20:55