Húseigandinn dró tilboð um fyrirhuguð hjúkrunarrými til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:13 Til stóð að reka hjúkrunarrýmin í húsnæðinu við Urðarhvarf 8. Fyrirtækið Heilsuvernd var búið að komast að samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur tímabundinna hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 8. Samningstíminn var fjögur ár með möguleika á framlengingu. Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram. Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira