Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2021 10:41 TIlgátur eru um að kórónuveiran hafi sloppið af Veirufræðistofnuninni í Wuhan í slysi. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað að leyfa alþjóðlegum sérfræðingum að rannsaka málið nánar. Vísir/EPA Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu. Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira