Gott fyrir börnin að æfa gönguleiðina í skólann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Í þessari viku hefst kennsla á ný í flestum grunnskólum landsins og mörg börn ganga í skólann. Vísir/Vilhelm Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og mörg börn að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir mikilvægt að æfa gönguleiðina áður en börnin byrja að ganga ein í skólann. „Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
„Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa
Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira