Segir Ardern hafa skipulagt að kona tæki við sem forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:30 Tuilaepa var sá forsætisráðherra sem lengst hafði setið á valdastóli í heiminum. Hann segir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hafa skipulagt að hann skyldi tapa í þingskosningum í vor. Vísir/Getty Fyrrverandi forsætisráðherra Samóa eyja hefur sakað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, um að hafa beitt sér fyrir að hann tapaði nýafstöðnum kosningum og komið fyrstu konunni í embættið. „Ég er farinn að halda að Nýja Sjáland hafi staðið að baki þessu öllu,“ sagði Tuilaepa Sa‘ilele Malielegaoi, fyrrverandi forsætisráðherra Samóa, í viðtali við ríkisútvarp landsins á laugardagskvöld. Fréttastofa Guardian greinir frá. Tuilaepa hefur verið forsætisráðherra eyríkisins í rúm 22 ár. Þegar þingkosningar fóru fram í apríl var hann sá forsætisráðherra sem lengst hafði þjónað embættinu á heimsvísu, áður en hann tapaði kosningunum, sem vakti mikla athygli. Fiame Naomi Mata‘afa bar sigur úr bítum í kosningunni og varð þar með fyrsti kvenforsætisráðherra Samóa þegar hún tók við starfinu í lok júlímánaðar. Mata‘afa var í sama flokki og Tuilaepa allt þar til í fyrra þegar hún sagði skilið við flokk hans, Mannréttindaflokkinn (HRPP), sem hefur farið með völd á Samóa í 39 ár. Tuilaepa neitaði að viðurkenna sigur Mata‘afa í nokkra mánuði eftir kosningarnar, dró niðurstöður dómstóla um kosningarnar í efa og sakaði hana og samflokksmenn hennar um landráð. Dómstólar á Samóa hafa staðfest niðurstöður kosninganna en þrátt fyrir það dregur Tuilaepa enn úr lögmæti þeirra. Fiame Naomi Mata'afa er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Samóaeyjum.Hagen Hopkins/Getty „Svo virðist sem forsætiráðherra Nýja Sjálands hafi viljað að Samóa hefði kvenkyns forsætisráðherra, sem hefur blindað hana frá því sem stjórnarskrá okkar leyfir,“ sagði Tuilaepa í viðtalinu á laugardag. Að loknum kosningum í Apríl varð eiginleg stjórnmálakreppa í landinu. Til dæmis læsti Tuilaepa Mata‘afe og samflokksmenn hennar út úr þinghúsinu daginn sem átti að setja hana í embætti. Í lok júlímánaðar höfðu dómstólar í Samóa hins vegar dæmt svo að Mata‘afa og flokkur hennar FAST væri raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún var sett í embætti fyrir júlílok og aðrar Kyrrahafsþjóðir hafa viðurkennt að hún sé réttmætur forsætisráðherra landsins. Ardern var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga til að viðurkenna sigur Mata‘ame eftir að dómstólar staðfestu sigurinn. Tuilaepa vill hins vegar meina að viðurkenning Ardern á sigri Mata‘afa, svo stuttu eftir að dómstólar tilkynntu niðurstöðuna, sé sönnun á því að Ardern hafi beitt sér fyrir sigri Mata‘afa. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hafi þá „skipulagt þetta allan tímann“. Ardern hefur neitað þessum ásökunum. Nýja Sjáland er helsta frændþjóð Samóa-eyja og býr fjöldi Samóamanna í Nýja Sjálandi. Nýja-Sjáland Samóa Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
„Ég er farinn að halda að Nýja Sjáland hafi staðið að baki þessu öllu,“ sagði Tuilaepa Sa‘ilele Malielegaoi, fyrrverandi forsætisráðherra Samóa, í viðtali við ríkisútvarp landsins á laugardagskvöld. Fréttastofa Guardian greinir frá. Tuilaepa hefur verið forsætisráðherra eyríkisins í rúm 22 ár. Þegar þingkosningar fóru fram í apríl var hann sá forsætisráðherra sem lengst hafði þjónað embættinu á heimsvísu, áður en hann tapaði kosningunum, sem vakti mikla athygli. Fiame Naomi Mata‘afa bar sigur úr bítum í kosningunni og varð þar með fyrsti kvenforsætisráðherra Samóa þegar hún tók við starfinu í lok júlímánaðar. Mata‘afa var í sama flokki og Tuilaepa allt þar til í fyrra þegar hún sagði skilið við flokk hans, Mannréttindaflokkinn (HRPP), sem hefur farið með völd á Samóa í 39 ár. Tuilaepa neitaði að viðurkenna sigur Mata‘afa í nokkra mánuði eftir kosningarnar, dró niðurstöður dómstóla um kosningarnar í efa og sakaði hana og samflokksmenn hennar um landráð. Dómstólar á Samóa hafa staðfest niðurstöður kosninganna en þrátt fyrir það dregur Tuilaepa enn úr lögmæti þeirra. Fiame Naomi Mata'afa er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Samóaeyjum.Hagen Hopkins/Getty „Svo virðist sem forsætiráðherra Nýja Sjálands hafi viljað að Samóa hefði kvenkyns forsætisráðherra, sem hefur blindað hana frá því sem stjórnarskrá okkar leyfir,“ sagði Tuilaepa í viðtalinu á laugardag. Að loknum kosningum í Apríl varð eiginleg stjórnmálakreppa í landinu. Til dæmis læsti Tuilaepa Mata‘afe og samflokksmenn hennar út úr þinghúsinu daginn sem átti að setja hana í embætti. Í lok júlímánaðar höfðu dómstólar í Samóa hins vegar dæmt svo að Mata‘afa og flokkur hennar FAST væri raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún var sett í embætti fyrir júlílok og aðrar Kyrrahafsþjóðir hafa viðurkennt að hún sé réttmætur forsætisráðherra landsins. Ardern var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga til að viðurkenna sigur Mata‘ame eftir að dómstólar staðfestu sigurinn. Tuilaepa vill hins vegar meina að viðurkenning Ardern á sigri Mata‘afa, svo stuttu eftir að dómstólar tilkynntu niðurstöðuna, sé sönnun á því að Ardern hafi beitt sér fyrir sigri Mata‘afa. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hafi þá „skipulagt þetta allan tímann“. Ardern hefur neitað þessum ásökunum. Nýja Sjáland er helsta frændþjóð Samóa-eyja og býr fjöldi Samóamanna í Nýja Sjálandi.
Nýja-Sjáland Samóa Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent