Fullt tilefni til að hafa áhyggjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 22:00 Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Vísir/Sigurjón Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni. Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys á Haukadalsmelum sumarið 2019 bendir nefndin á að óvenjumikið hafi verið um alvarleg flugslys hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi síðustu ár. Frá 2014 hefur nefndin rannsakað um tuttugu alvarleg flugatvik og flugslys á ári. Af þessum tuttugu atvikum eru að meðaltali um tvö til þrjú mál á ári, eða 10 til 15 prósent málanna, þar sem atvinnumenn í einkaflugi eiga í hlut - og mannlegur þáttur en ekki bilun kemur við sögu. Þetta þykir hátt hlutfall í ljósi þess að aðeins um 4 til 5,8 prósent alls flugs er flokkað sem einkaflug. „Þetta eru alvarleg atvik og flugslys, þau eru margskonar. Það getur verið eldsneytisleysi, of þungar flugvélar, ekki nægilega vel hugað að undirbúningi flugs, notkun á gátlistum og svo framvegis. Þegar flugmenn eru komnir sjálfir í einkaflugvél þá er töluvert meira undir að þeir passi sjálfir upp á þessi atriði,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta séu oft alvarlegustu málin. Banaslys í flugi síðustu ár, þar á meðal slysið á Haukadalsmelum sem og slys við Múlakot, Kapelluhraun og í Barkárdal falla til að mynda undir þennan flokk. „Ég held það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur og ræða þetta. Það er ástæðan fyrir því að nefndin vildi koma þessu á framfæri. Við teljum komið tilefni til að flugiðnaðurinn á Íslandi taki þetta og ræði þetta,“ segir Ragnar. Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys á Haukadalsmelum sumarið 2019 bendir nefndin á að óvenjumikið hafi verið um alvarleg flugslys hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi síðustu ár. Frá 2014 hefur nefndin rannsakað um tuttugu alvarleg flugatvik og flugslys á ári. Af þessum tuttugu atvikum eru að meðaltali um tvö til þrjú mál á ári, eða 10 til 15 prósent málanna, þar sem atvinnumenn í einkaflugi eiga í hlut - og mannlegur þáttur en ekki bilun kemur við sögu. Þetta þykir hátt hlutfall í ljósi þess að aðeins um 4 til 5,8 prósent alls flugs er flokkað sem einkaflug. „Þetta eru alvarleg atvik og flugslys, þau eru margskonar. Það getur verið eldsneytisleysi, of þungar flugvélar, ekki nægilega vel hugað að undirbúningi flugs, notkun á gátlistum og svo framvegis. Þegar flugmenn eru komnir sjálfir í einkaflugvél þá er töluvert meira undir að þeir passi sjálfir upp á þessi atriði,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta séu oft alvarlegustu málin. Banaslys í flugi síðustu ár, þar á meðal slysið á Haukadalsmelum sem og slys við Múlakot, Kapelluhraun og í Barkárdal falla til að mynda undir þennan flokk. „Ég held það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur og ræða þetta. Það er ástæðan fyrir því að nefndin vildi koma þessu á framfæri. Við teljum komið tilefni til að flugiðnaðurinn á Íslandi taki þetta og ræði þetta,“ segir Ragnar.
Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45