Heggur við Rauðavatn krýnt Tré ársins Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2021 07:42 Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Reykjavíkurborg Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hafi afhent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra viðurkenningarskjal vegna tilnefningarinnar, auk þess að Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafi haldið ávarp en félagið fagnar 120 ára afmæli í dag. „Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Þá var svæðið við Rauðavatn talið ákjósanlegt fyrir lystigarð framtíðarinnar því stutt var að fara frá höfuðborginni og fallegt útsýni yfir Rauðhóla. Úr þessum gróðurreit komu mörg af fyrstu trjánum sem Reykvíkingar gróðursettu í görðum sínum en borgin er nú orðinn einn af gróðursælli stöðum landsins.“ Skógræktarfélag Íslands útnefndi á síðasta ári silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Frá athöfninni við Rauðavatn í gær.Reykjavíkurborg Afkomandi heggs frá fyrstu árum skógræktar Heggurinn (Prunus Padus) er sagður að öllum líkindum afkomandi heggs sem var gróðursettur á fyrstu árum skógræktar við Rauðavatn. „Mögulegt er að heggurinn eigi sameiginlegan forföður með mörgum eldri heggviði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum skógræktarfólks er lífaldur heggs nefnilega ekki nema um 60 ár. Núverandi tré hefur því vaxið upp sem rótarskot frá hinum upprunalega hegg sem vitað er að gróðursettur var hér í reitnum fyrir 120 árum. Heggurinn var alveg horfinn inn í þéttan sitkagrenilund á reitnum við Rauðavatn, en fannst eftir nokkra rannsóknarvinnu. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fann forföður heggsins á gróðurreitnum fyrir um fimmtíu árum og vissi nokkurn veginn hvar hann gæti verið að finna en Auður Kjartansdóttir núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins fór á stúfana í vetur og leitaði hegginn uppi samkvæmt leiðarlýsingu Sigurðar. Heggurinn var hæðarmældur og reyndist vera átta metrar. Nú hafa nokkur stór grenitré sem skyggðu á þetta merkilega tré verið felld þannig að betur mun fara um það. Heggur skartar fallegum hvítum blómum í júní.“ Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Á vef Reykjavíkurborgar segir að Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hafi afhent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra viðurkenningarskjal vegna tilnefningarinnar, auk þess að Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafi haldið ávarp en félagið fagnar 120 ára afmæli í dag. „Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Þá var svæðið við Rauðavatn talið ákjósanlegt fyrir lystigarð framtíðarinnar því stutt var að fara frá höfuðborginni og fallegt útsýni yfir Rauðhóla. Úr þessum gróðurreit komu mörg af fyrstu trjánum sem Reykvíkingar gróðursettu í görðum sínum en borgin er nú orðinn einn af gróðursælli stöðum landsins.“ Skógræktarfélag Íslands útnefndi á síðasta ári silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Frá athöfninni við Rauðavatn í gær.Reykjavíkurborg Afkomandi heggs frá fyrstu árum skógræktar Heggurinn (Prunus Padus) er sagður að öllum líkindum afkomandi heggs sem var gróðursettur á fyrstu árum skógræktar við Rauðavatn. „Mögulegt er að heggurinn eigi sameiginlegan forföður með mörgum eldri heggviði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum skógræktarfólks er lífaldur heggs nefnilega ekki nema um 60 ár. Núverandi tré hefur því vaxið upp sem rótarskot frá hinum upprunalega hegg sem vitað er að gróðursettur var hér í reitnum fyrir 120 árum. Heggurinn var alveg horfinn inn í þéttan sitkagrenilund á reitnum við Rauðavatn, en fannst eftir nokkra rannsóknarvinnu. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fann forföður heggsins á gróðurreitnum fyrir um fimmtíu árum og vissi nokkurn veginn hvar hann gæti verið að finna en Auður Kjartansdóttir núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins fór á stúfana í vetur og leitaði hegginn uppi samkvæmt leiðarlýsingu Sigurðar. Heggurinn var hæðarmældur og reyndist vera átta metrar. Nú hafa nokkur stór grenitré sem skyggðu á þetta merkilega tré verið felld þannig að betur mun fara um það. Heggur skartar fallegum hvítum blómum í júní.“
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17