Heggur við Rauðavatn krýnt Tré ársins Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2021 07:42 Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Reykjavíkurborg Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hafi afhent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra viðurkenningarskjal vegna tilnefningarinnar, auk þess að Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafi haldið ávarp en félagið fagnar 120 ára afmæli í dag. „Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Þá var svæðið við Rauðavatn talið ákjósanlegt fyrir lystigarð framtíðarinnar því stutt var að fara frá höfuðborginni og fallegt útsýni yfir Rauðhóla. Úr þessum gróðurreit komu mörg af fyrstu trjánum sem Reykvíkingar gróðursettu í görðum sínum en borgin er nú orðinn einn af gróðursælli stöðum landsins.“ Skógræktarfélag Íslands útnefndi á síðasta ári silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Frá athöfninni við Rauðavatn í gær.Reykjavíkurborg Afkomandi heggs frá fyrstu árum skógræktar Heggurinn (Prunus Padus) er sagður að öllum líkindum afkomandi heggs sem var gróðursettur á fyrstu árum skógræktar við Rauðavatn. „Mögulegt er að heggurinn eigi sameiginlegan forföður með mörgum eldri heggviði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum skógræktarfólks er lífaldur heggs nefnilega ekki nema um 60 ár. Núverandi tré hefur því vaxið upp sem rótarskot frá hinum upprunalega hegg sem vitað er að gróðursettur var hér í reitnum fyrir 120 árum. Heggurinn var alveg horfinn inn í þéttan sitkagrenilund á reitnum við Rauðavatn, en fannst eftir nokkra rannsóknarvinnu. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fann forföður heggsins á gróðurreitnum fyrir um fimmtíu árum og vissi nokkurn veginn hvar hann gæti verið að finna en Auður Kjartansdóttir núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins fór á stúfana í vetur og leitaði hegginn uppi samkvæmt leiðarlýsingu Sigurðar. Heggurinn var hæðarmældur og reyndist vera átta metrar. Nú hafa nokkur stór grenitré sem skyggðu á þetta merkilega tré verið felld þannig að betur mun fara um það. Heggur skartar fallegum hvítum blómum í júní.“ Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17 Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Á vef Reykjavíkurborgar segir að Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hafi afhent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra viðurkenningarskjal vegna tilnefningarinnar, auk þess að Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafi haldið ávarp en félagið fagnar 120 ára afmæli í dag. „Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Þá var svæðið við Rauðavatn talið ákjósanlegt fyrir lystigarð framtíðarinnar því stutt var að fara frá höfuðborginni og fallegt útsýni yfir Rauðhóla. Úr þessum gróðurreit komu mörg af fyrstu trjánum sem Reykvíkingar gróðursettu í görðum sínum en borgin er nú orðinn einn af gróðursælli stöðum landsins.“ Skógræktarfélag Íslands útnefndi á síðasta ári silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Frá athöfninni við Rauðavatn í gær.Reykjavíkurborg Afkomandi heggs frá fyrstu árum skógræktar Heggurinn (Prunus Padus) er sagður að öllum líkindum afkomandi heggs sem var gróðursettur á fyrstu árum skógræktar við Rauðavatn. „Mögulegt er að heggurinn eigi sameiginlegan forföður með mörgum eldri heggviði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum skógræktarfólks er lífaldur heggs nefnilega ekki nema um 60 ár. Núverandi tré hefur því vaxið upp sem rótarskot frá hinum upprunalega hegg sem vitað er að gróðursettur var hér í reitnum fyrir 120 árum. Heggurinn var alveg horfinn inn í þéttan sitkagrenilund á reitnum við Rauðavatn, en fannst eftir nokkra rannsóknarvinnu. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fann forföður heggsins á gróðurreitnum fyrir um fimmtíu árum og vissi nokkurn veginn hvar hann gæti verið að finna en Auður Kjartansdóttir núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins fór á stúfana í vetur og leitaði hegginn uppi samkvæmt leiðarlýsingu Sigurðar. Heggurinn var hæðarmældur og reyndist vera átta metrar. Nú hafa nokkur stór grenitré sem skyggðu á þetta merkilega tré verið felld þannig að betur mun fara um það. Heggur skartar fallegum hvítum blómum í júní.“
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17 Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“