CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 10:31 Fjallað var um Ísland og kórónuveirufaraldurinn í þætti Anderson Coopers á CNN á dögunum. Getty/ Joe Raedle Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna. Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira