Minnst níutíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:11 Hryðjuverkahópurinn ISIS-K hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Fregnir hafa borist síðustu mínútur af frekari sprengingum í Kabúl en fréttastofa Reuters hefur nú fengið það staðfest að um hafi verið að ræða skipulagða sprengingu á vegum bandaríska hersins, sem var að sprengja upp skotvopn. Another big blast in Kabul— Secunder Kermani (@SecKermani) August 26, 2021 Minnst níutíu eru látnir og hátt í 150 særðir eftir árásirnar í dag, auk tólf hermanna Bandaríkjahers. Tíu ár eru liðin síðan svo margir bandarískir hermenn féllu í einni árás í Afganistan. Þá virðist sem skotbardagi hafi brotist út við flugvöllinn í Kabúl fyrir stuttu. Tveir menn sprengdu sig í loft upp í dag með litlu millibili skammt frá einu hliðanna að flugvellinum í Kabúl. Þeir eru sagðir hafa sett sprengjurnar af stað þegar bandarískir hermenn, sem stóðu vörð við flugvöllinn, leituðu á þeim. Undirhópur hryðjuverkahópsins sem kallast ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hópurinn kallast ISKP, en höfuðstöðvar hans eru í Khorasan héraðinu í Afganistan. Hópurinn var strax grunaður um að bera ábyrgð á árásinni, en bandarísk yfirvöld lýstu því í vikunni að þau hefðu áhyggjur af mögulegum árásum ISIS. Talsmaður Talibana hefur fordæmt árásina. Talibanar eru nú sagðir hafa unnið með vestrænum aðilum undanfarna daga í upplýsingagjöf. Talsmaður Talibana segir að nærvera vestrænna hersveita í Afganistan kalli fram árásir sem þessar, sem þeir fordæma. Bandaríska leyniþjónustan deilir nú upplýsingum með Talibönum og hefur gert undanfarna daga. ISIS hefur undanfarna daga sótt í sig veðrið en Talibanar hafa lofað Afgönum að tryggja frið í landinu. Talibanar lýstu sprengjuárásinni í dag sem illlvirki, sem muni ekki endurtaka sig eftir brottför vestrænna hersveita. Talibanar hafa jafnframt lýst því yfir að Afganistan muni ekki verða öruggt skjól fyrir hryðjuverkahópa, eins og það var á fyrri valdatíð Talibana, þegar al-Qaeda hafði höfuðstöðvar í landinu. Fylgst verður með vendingum í málefnum Afganistan í kvöld og greint frá þeim vendingum í vaktinni hér að neðan.
Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Fregnir hafa borist síðustu mínútur af frekari sprengingum í Kabúl en fréttastofa Reuters hefur nú fengið það staðfest að um hafi verið að ræða skipulagða sprengingu á vegum bandaríska hersins, sem var að sprengja upp skotvopn. Another big blast in Kabul— Secunder Kermani (@SecKermani) August 26, 2021 Minnst níutíu eru látnir og hátt í 150 særðir eftir árásirnar í dag, auk tólf hermanna Bandaríkjahers. Tíu ár eru liðin síðan svo margir bandarískir hermenn féllu í einni árás í Afganistan. Þá virðist sem skotbardagi hafi brotist út við flugvöllinn í Kabúl fyrir stuttu. Tveir menn sprengdu sig í loft upp í dag með litlu millibili skammt frá einu hliðanna að flugvellinum í Kabúl. Þeir eru sagðir hafa sett sprengjurnar af stað þegar bandarískir hermenn, sem stóðu vörð við flugvöllinn, leituðu á þeim. Undirhópur hryðjuverkahópsins sem kallast ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hópurinn kallast ISKP, en höfuðstöðvar hans eru í Khorasan héraðinu í Afganistan. Hópurinn var strax grunaður um að bera ábyrgð á árásinni, en bandarísk yfirvöld lýstu því í vikunni að þau hefðu áhyggjur af mögulegum árásum ISIS. Talsmaður Talibana hefur fordæmt árásina. Talibanar eru nú sagðir hafa unnið með vestrænum aðilum undanfarna daga í upplýsingagjöf. Talsmaður Talibana segir að nærvera vestrænna hersveita í Afganistan kalli fram árásir sem þessar, sem þeir fordæma. Bandaríska leyniþjónustan deilir nú upplýsingum með Talibönum og hefur gert undanfarna daga. ISIS hefur undanfarna daga sótt í sig veðrið en Talibanar hafa lofað Afgönum að tryggja frið í landinu. Talibanar lýstu sprengjuárásinni í dag sem illlvirki, sem muni ekki endurtaka sig eftir brottför vestrænna hersveita. Talibanar hafa jafnframt lýst því yfir að Afganistan muni ekki verða öruggt skjól fyrir hryðjuverkahópa, eins og það var á fyrri valdatíð Talibana, þegar al-Qaeda hafði höfuðstöðvar í landinu. Fylgst verður með vendingum í málefnum Afganistan í kvöld og greint frá þeim vendingum í vaktinni hér að neðan.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. 26. ágúst 2021 14:45 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. 26. ágúst 2021 14:45
Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41