Líney hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ undanfarin fjórtán ár og unnið fyrir sambandið í um tvo áratugi.
Þótt Líney láti af störfum sem framkvæmdastjóri heldur hún áfram að starfa fyrir ÍSÍ. Hún er meðal annars í framkvæmdastjórn EOC (Evrópusambands Ólympíunefnda) og á sæti í ýmsum ráðum og nefndum fyrir ÍSÍ.
Andri Stefánsson, sviðsstjóri afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ og staðgengill framkvæmdastjóra, tekur við störfum Líneyjar meðan leitað er að eftirmanni hennar.