Fékk níu í einkunn fyrir fituvinnsluvél til lífdísilframleiðslu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2021 19:00 Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni, segir Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, sem útskrifaðist í sumar úr úr vél- og orkutæknifræði. Gígja Einars Júlíana Lind Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr vél- og orkutæknifræði í Háskólanum í Reykjavík í sumar og gerði lokaverkefni sem hefur áhugaverðan vinkil. Verkefnið fjallar um hönnunarvinnu við fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu. „Ég fékk sumarvinnu hjá Ými Technologies sumarið 2020 og þá voru fullt af áhugaverðum verkefnum í gangi og ég fékk tækifæri til að vinna við hönnun á búnaði sem þurfti að betrumbæta. Vorið 2021 var ég einmitt að fara að gera lokaverkefni og spurði þá hvort þeir væru með eitthvað í pípunum hjá sér og þá kom þetta upp úr hattinum. Þá vantaði að fá grunnhugmynd, að hönnun á vél sem þeir eru að þróa, í forritinu Solidworks sem við lærum á, í náminu í HR. Þannig fæddist hugmyndin að þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. „Það var sérstaklega skemmtilegt að fá að dýfa tánni í svona ferli. Ég þurfti að vinna allskonar rannsóknarvinnu við hönnunina á fituvinnsluvélinni og hafa samband við birgja vegna hinna og þessara íhluta sem vantaði í vélina. Ég vann þetta mjög náið með starfsmönnum Ýmis og það voru stöðufundir einu sinni í viku. Þau komu síðan með alls konar útfærsluhugmyndir eins og að laga þetta og hitt. Þannig að þetta var gott samstarf og mjög skemmtilegt og yfirgripsmikið verkefni. Það reyndi sannarlega á mann í þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. Júlíana Lind vann hönnunarvinnu á þessari fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu.Aðsent Nauðsynlegt að finna nýjar leiðir Verkefnið tók hana um fjóra mánuði eða alla vorönnina. „Ég fékk mjög góða einkunn fyrir þetta lokaverkefni í HR eða níu þannig að ég er hæstánægð og mér finnst gaman að þau hjá Ými voru mjög ánægð með afraksturinn.“ Vélin er hönnuð út frá þeim forsendum að passa á tvö fjörutíu feta gámafleti og að hún geti annað um 7000 kíló á klukkustund af sláturúrgangi. Vélin hreinsar fituna úr honum sem síðan notuð til lífdísilgerðar. Vinna við þessa vél hófst árið 2015 í samstarfi við Sorpu með það að leiðarljósi að geta endurunnið þann sláturúrgang sem til fellur og skapað úr honum verðmæti. Magn sláturúrgangs á Íslandi fer sífellt vaxandi og því nauðsynlegt að koma með nýjar leiðir til að endurvinna hann og minnka það magn sem þarf að urða eða brenna. „Þetta er umhverfisvæn nýsköpun. Ýmir er vöruþróunnarfyrirtæki sem einblínir á umhverfisvænar lausnir í sorptækni. Þessi vél passar vel inn í það sem fyrirtækið er að gera og hanna,“ segir Júlíana Lind. Myndatexti: Júlíana Lind á smíðaverkstæði Háskólans í ReykjavíkGígja Einars Góður undirbúningur fyrir atvinnulífið „Námið í tæknifræðinni í HR er mjög öflugur grunnur fyrir svona vinnu. Nemendur fá mjög góða kennslu og grunn fyrir vinnumarkaðinn. Við lærum alla vélahönnun, stærðfræði og fleira sem þarf. Síðan lærum við á forrit fyrir alla smíði, að lesa úboðsgögn og þess háttar, sem er gríðarlega mikilvægt líka. Það sem mér finnst HR gera hvað best er uppbyggingin á náminu, um veturinn erum við að læra ákveðna grunnáfanga og síðan um vorið taka nemendur einn áfanga í þrjár vikur sem samtvinnar bóklegu áfangana í yfirgripsmeiri verkefni þar sem við fáum að hanna og smíða hluti. Það er staðreynd að nemendur í tæknifræðinni í HR fá mjög góðan undirbúning fyrir atvinnulífið.“ Júlíana Lind er að skoða vinnumarkaðinn um þessar mundir. „Ég er skoða ýmislegt og það er margt spennandi í gangi þarna úti. Ég er opin fyrir mörgu. Ég fór upphaflega í þetta nám til að láta gott af mér leiða í umhverfis-, orku- og auðlindamálum. Það er svolítið stefnan hjá mér að geta látið gott af mér leiða og gera eitthvað gott fyrir heiminn.“ Uppalin í sauðfjárrækt Júlíana Lind er uppalin Í Árneshreppi á Ströndum. „Pabbi minn er bóndi á Steinstúni og ég fer alltaf þangað þegar ég get og hjálpa til með sauðfjárræktina. Ég fer í sauðburð á vorin og réttir á haustin sem er alltaf mjög skemmtilegt. Það var skemmtilegt að alast upp í sveitinni á Ströndum og eiginlega alger forréttindi. Sveitalífið er búið að kenna mér margt gott og hefur mótað mig mikið. Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni. Þetta er afskekktur staður með einstaklega fallegt fólk og stórbrotna náttúru. Fallegasta sundlaug landsins er þarna líka sem skemmir ekki fyrir.“ Háskólar Umhverfismál Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Ég fékk sumarvinnu hjá Ými Technologies sumarið 2020 og þá voru fullt af áhugaverðum verkefnum í gangi og ég fékk tækifæri til að vinna við hönnun á búnaði sem þurfti að betrumbæta. Vorið 2021 var ég einmitt að fara að gera lokaverkefni og spurði þá hvort þeir væru með eitthvað í pípunum hjá sér og þá kom þetta upp úr hattinum. Þá vantaði að fá grunnhugmynd, að hönnun á vél sem þeir eru að þróa, í forritinu Solidworks sem við lærum á, í náminu í HR. Þannig fæddist hugmyndin að þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. „Það var sérstaklega skemmtilegt að fá að dýfa tánni í svona ferli. Ég þurfti að vinna allskonar rannsóknarvinnu við hönnunina á fituvinnsluvélinni og hafa samband við birgja vegna hinna og þessara íhluta sem vantaði í vélina. Ég vann þetta mjög náið með starfsmönnum Ýmis og það voru stöðufundir einu sinni í viku. Þau komu síðan með alls konar útfærsluhugmyndir eins og að laga þetta og hitt. Þannig að þetta var gott samstarf og mjög skemmtilegt og yfirgripsmikið verkefni. Það reyndi sannarlega á mann í þessu verkefni,“ segir Júlíana Lind. Júlíana Lind vann hönnunarvinnu á þessari fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu.Aðsent Nauðsynlegt að finna nýjar leiðir Verkefnið tók hana um fjóra mánuði eða alla vorönnina. „Ég fékk mjög góða einkunn fyrir þetta lokaverkefni í HR eða níu þannig að ég er hæstánægð og mér finnst gaman að þau hjá Ými voru mjög ánægð með afraksturinn.“ Vélin er hönnuð út frá þeim forsendum að passa á tvö fjörutíu feta gámafleti og að hún geti annað um 7000 kíló á klukkustund af sláturúrgangi. Vélin hreinsar fituna úr honum sem síðan notuð til lífdísilgerðar. Vinna við þessa vél hófst árið 2015 í samstarfi við Sorpu með það að leiðarljósi að geta endurunnið þann sláturúrgang sem til fellur og skapað úr honum verðmæti. Magn sláturúrgangs á Íslandi fer sífellt vaxandi og því nauðsynlegt að koma með nýjar leiðir til að endurvinna hann og minnka það magn sem þarf að urða eða brenna. „Þetta er umhverfisvæn nýsköpun. Ýmir er vöruþróunnarfyrirtæki sem einblínir á umhverfisvænar lausnir í sorptækni. Þessi vél passar vel inn í það sem fyrirtækið er að gera og hanna,“ segir Júlíana Lind. Myndatexti: Júlíana Lind á smíðaverkstæði Háskólans í ReykjavíkGígja Einars Góður undirbúningur fyrir atvinnulífið „Námið í tæknifræðinni í HR er mjög öflugur grunnur fyrir svona vinnu. Nemendur fá mjög góða kennslu og grunn fyrir vinnumarkaðinn. Við lærum alla vélahönnun, stærðfræði og fleira sem þarf. Síðan lærum við á forrit fyrir alla smíði, að lesa úboðsgögn og þess háttar, sem er gríðarlega mikilvægt líka. Það sem mér finnst HR gera hvað best er uppbyggingin á náminu, um veturinn erum við að læra ákveðna grunnáfanga og síðan um vorið taka nemendur einn áfanga í þrjár vikur sem samtvinnar bóklegu áfangana í yfirgripsmeiri verkefni þar sem við fáum að hanna og smíða hluti. Það er staðreynd að nemendur í tæknifræðinni í HR fá mjög góðan undirbúning fyrir atvinnulífið.“ Júlíana Lind er að skoða vinnumarkaðinn um þessar mundir. „Ég er skoða ýmislegt og það er margt spennandi í gangi þarna úti. Ég er opin fyrir mörgu. Ég fór upphaflega í þetta nám til að láta gott af mér leiða í umhverfis-, orku- og auðlindamálum. Það er svolítið stefnan hjá mér að geta látið gott af mér leiða og gera eitthvað gott fyrir heiminn.“ Uppalin í sauðfjárrækt Júlíana Lind er uppalin Í Árneshreppi á Ströndum. „Pabbi minn er bóndi á Steinstúni og ég fer alltaf þangað þegar ég get og hjálpa til með sauðfjárræktina. Ég fer í sauðburð á vorin og réttir á haustin sem er alltaf mjög skemmtilegt. Það var skemmtilegt að alast upp í sveitinni á Ströndum og eiginlega alger forréttindi. Sveitalífið er búið að kenna mér margt gott og hefur mótað mig mikið. Maður lærir margt verklegt við að alast upp í sveitinni. Þetta er afskekktur staður með einstaklega fallegt fólk og stórbrotna náttúru. Fallegasta sundlaug landsins er þarna líka sem skemmir ekki fyrir.“
Háskólar Umhverfismál Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira