Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 20:16 Próf til að fara út á flugvöll kostar tæpar 7.000 krónur. Vísir Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23
Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31