Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 20:16 Próf til að fara út á flugvöll kostar tæpar 7.000 krónur. Vísir Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23
Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31