Innlent

Reyndi að bíta lögreglumenn

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn í borginni þurftu meðal annars að glíma við bitvarg.
Lögreglumenn í borginni þurftu meðal annars að glíma við bitvarg. Vísir/Vilhelm

Karlmaður sem tilkynnt var um að hefði verið ógnandi í garð ungmenna reyndi að bíta lögreglumenn eftir að hann var handtekinn.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina kemur fram að karlinn hafi verið vistaður í fangageymslu þar til rynni af honum. Ekki kemur fram í dagbókinni hvar maðurinn var handtekinn eða hvenær. Málið var á borði lögreglustöðvar 3 sem annast Kópavog og Breiðholt.

Fleiri útköll voru vegna fólks í annarlegu ástandi og ölvaðra ökumanna í gærkvöldi og nótt. Þannig höfðu lögreglumenn ítrekuð afskipti af karlmanni í annarlegu ástandi í miðborginni í gærkvöldi. Honum var komið í það sem lögreglan kallar viðeigandi úrræði.

Á svæði lögreglustöðvar 4 fyrir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ var karlmaður handtekinn fyrir eignaspjöll og óspektir og var hann vistaður í fangageymslu vegna vímuástands. Í miðborginni var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Talið er að hann hafi verið með fíkniefni á sér en hann var látinn laus eftir sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×