Hélt áfram að spila þrátt fyrir ítrekaðar handtökur vegna kynferðisbrota Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 10:07 Mendy var handtekinn í vikunni vegna brots á skilorði og var neitað um tryggingagjald vegna ítrekaðra brota. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Frakkinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City á Englandi, er í varðhaldi og var neitað um lausn gegn tryggingagjaldi vegna brota á skilorði. Hann á fjórar nauðgunarkærur yfir höfði sér auk einnar kæru um kynferðislegt ofbeldi. Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira