Lengsta stökk FH-ingsins var 4,04 metrar en hún náði því í 3. umferð. Næstlengsta stökk Bergrúnar var 4,01 metri. Besti árangur hennar í greininni er 4,27 metrar.
Þá er Bergrún Ósk að ljúka keppni á sínum fyrstu Paralympics. Hennar lengsta stökk reyndist 4,04m sem skilaði henni 8. sæti í langstökkinu. Til hamingju með fyrstu leikana Bergrún! #Tokyo2020 #Paralympics #Frjálsar pic.twitter.com/9Xqq7k5xfI
— ÍF (@ifsportisl) August 29, 2021
Xiaoyan Wen frá Kína hafði mikla yfirburði í keppninni en lengsta stökk hennar var 5,13 metrar. Jaleen Roberts frá Bandaríkjunum kom næst með stökk upp á 4,65 metra.
Bergrún hefur nú lokið leik á sínu fyrsta Ólympíumóti. Í gær keppti hún í kúluvarpi og stórbætti Íslandsmetið sitt í greininni.
Bergrún kastaði 9,57 metra og bætti Íslandsmetið sitt um 47 sentímetra. Hún endaði í 7. sæti.