Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:31 Leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverk, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Vísir Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða. Um er að ræða átta þátta spennu- og dramaþáttaröð í leikstjórn Baldvins Z sem þekktastur er fyrir myndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti. „Já Svörtu sandar er draumaverkefni. Þetta er svona „dark romantic thriller“. Ég held að við höfum ekkert gert mikið af svona þessari tegund af sjónvarpsefni. Það er morð í upphafi en svo er bara fólk sem við förum að fylgjast með í kringum þetta morð,“ segir Baldvin. Aldís Amah Hamilton er hugmyndasmiður þáttanna ásamt Ragnari Jónssyni, en Aldís fer einnig með aðalhlutverk þáttanna. Hún leikur unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns, ásamt rannsóknarlögreglumanninum Ragnari, sem leikinn er af Þóri Tulinius. „Aníta er lögreglukona á mínum aldri sem er komin aftur þarna í gamla bæinn sinn og svona kannski ekki af eigin vilja að fullu og lendir í skrítnum aðstæðum, bæði heima fyrir og í vinnunni sem valda því að við fáum þarna vonandi ágætt drama og kannski minna löggustöff og meira bara svona fjölskyldu og ástardrama,“ segir Aldís um sína persónu. Glæpaþættir með ríkri áherslu á persónuleg mál Baldvin segist ekki vera mikið fyrir „lögguspjall“ og segist því hafa einblínt á að finna það mannlega í hverri persónu og munu persónuleg fjölskyldumál skipa stóran sess í söguþræðinum. Leikarinn Þorsteinn Bachmann átti upphaflega að fara með hlutverk lögreglumannsins Ragnars en Baldvin segir að þegar þættirnir hafi þróast, hefði verið ákveðið að fara aðra leið. Leikarinn Þór Tulinius var því fenginn í hlutverk Ragnars. „Þetta er algjört draumahlutverk. Ekkert endilega af því það er lögregla sko, þetta er náttúrlega miklu dýpra en það. Þetta er ekki bara lögga sem er að leysa mál, þetta eru heilmikil fjölskyldutengsl og mikið sem liggur undir,“ segir Þór. Þorsteinn sagði þó ekki alfarið skilið við þættina því honum bregður meðal annars fyrir sem látnum lögreglustjóra í mynd uppi í vegg. „Já hann fékk að vera dauður lögreglustjóri en svo er hann í litlu gestahlutverki líka. Ég ætla ekki að segja hvar það er, fólk verður bara að finna það út en þá náum við að halda þessu óslitnu sko. Við erum með svona keðju af verkefnum og við erum búin að vinna svo lengi saman sko.“ Plakat fyrir þáttaröðina Svörtu sandar.Stöð 2 Bjuggu til nýtt þorp fyrir þættina Sögusvið þáttanna er nýtt þorp sem skapað var sérstaklega fyrir þættina. „Þú veist hvernig fólk horfir á seríur eins og var í Ófærð, Siglufjörður, Seyðisfjörður og þetta truflaði marga. Þannig við bara bjuggum til þorp sem heitir Glerársandar sem er samsett út nokkrum þorpum,“ segir leikstjórinn. Þetta verða öðruvísi þættir, eitthvað nýtt og ferskt og Aldís sem er nokkuð ung leikkona er þó á hraðri uppleið í íslenskri leiklist og verður án efa gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. „Það að vera í aðalhlutverki í seríu er náttúrlega eitthvað sem mig grunaði ekkert að ég myndi vera að gera kannski nokkurn tíman en allavega ekki á þessum tíma í mínu lífi,“ segir hún. Hún segir að um sannkallað draumaverkefni að ræða og stundum trúi hún ekki að þetta sé að raungerast. „Ég vona að ég fái fleiri svona tækifæri en ég er samt líka bara mjög meðvituð og þakklát fyrir það. Ég meina kannski er þetta í eina sinn sem maður fær að vera í svona rullu og líka bara að fá að skrifa sjálfur, það er náttúrlega segir ógeðslega mikið. Maður er einhvern veginn í svo rosalega nánum tengslum við karakterana, þannig að þetta er auðvitað bara eitt stórt forréttindaverkefni dauðans sko. Hvernig getur þetta ekki verið draumur?“ Ísland í dag Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Tengdar fréttir Variety fjallar um þáttaraðir sem Baldvin Z framleiðir með Stöð 2 Á vefsíðunni virtu Variety er fjallað nokkuð ítarlega um leikstjórann Baldvin Z og þau verkefni sem hann er með í pípunum. 29. janúar 2020 07:00 Baldvin Z með nýja glæpaseríu Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. 6. september 2019 06:15 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Um er að ræða átta þátta spennu- og dramaþáttaröð í leikstjórn Baldvins Z sem þekktastur er fyrir myndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti. „Já Svörtu sandar er draumaverkefni. Þetta er svona „dark romantic thriller“. Ég held að við höfum ekkert gert mikið af svona þessari tegund af sjónvarpsefni. Það er morð í upphafi en svo er bara fólk sem við förum að fylgjast með í kringum þetta morð,“ segir Baldvin. Aldís Amah Hamilton er hugmyndasmiður þáttanna ásamt Ragnari Jónssyni, en Aldís fer einnig með aðalhlutverk þáttanna. Hún leikur unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns, ásamt rannsóknarlögreglumanninum Ragnari, sem leikinn er af Þóri Tulinius. „Aníta er lögreglukona á mínum aldri sem er komin aftur þarna í gamla bæinn sinn og svona kannski ekki af eigin vilja að fullu og lendir í skrítnum aðstæðum, bæði heima fyrir og í vinnunni sem valda því að við fáum þarna vonandi ágætt drama og kannski minna löggustöff og meira bara svona fjölskyldu og ástardrama,“ segir Aldís um sína persónu. Glæpaþættir með ríkri áherslu á persónuleg mál Baldvin segist ekki vera mikið fyrir „lögguspjall“ og segist því hafa einblínt á að finna það mannlega í hverri persónu og munu persónuleg fjölskyldumál skipa stóran sess í söguþræðinum. Leikarinn Þorsteinn Bachmann átti upphaflega að fara með hlutverk lögreglumannsins Ragnars en Baldvin segir að þegar þættirnir hafi þróast, hefði verið ákveðið að fara aðra leið. Leikarinn Þór Tulinius var því fenginn í hlutverk Ragnars. „Þetta er algjört draumahlutverk. Ekkert endilega af því það er lögregla sko, þetta er náttúrlega miklu dýpra en það. Þetta er ekki bara lögga sem er að leysa mál, þetta eru heilmikil fjölskyldutengsl og mikið sem liggur undir,“ segir Þór. Þorsteinn sagði þó ekki alfarið skilið við þættina því honum bregður meðal annars fyrir sem látnum lögreglustjóra í mynd uppi í vegg. „Já hann fékk að vera dauður lögreglustjóri en svo er hann í litlu gestahlutverki líka. Ég ætla ekki að segja hvar það er, fólk verður bara að finna það út en þá náum við að halda þessu óslitnu sko. Við erum með svona keðju af verkefnum og við erum búin að vinna svo lengi saman sko.“ Plakat fyrir þáttaröðina Svörtu sandar.Stöð 2 Bjuggu til nýtt þorp fyrir þættina Sögusvið þáttanna er nýtt þorp sem skapað var sérstaklega fyrir þættina. „Þú veist hvernig fólk horfir á seríur eins og var í Ófærð, Siglufjörður, Seyðisfjörður og þetta truflaði marga. Þannig við bara bjuggum til þorp sem heitir Glerársandar sem er samsett út nokkrum þorpum,“ segir leikstjórinn. Þetta verða öðruvísi þættir, eitthvað nýtt og ferskt og Aldís sem er nokkuð ung leikkona er þó á hraðri uppleið í íslenskri leiklist og verður án efa gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. „Það að vera í aðalhlutverki í seríu er náttúrlega eitthvað sem mig grunaði ekkert að ég myndi vera að gera kannski nokkurn tíman en allavega ekki á þessum tíma í mínu lífi,“ segir hún. Hún segir að um sannkallað draumaverkefni að ræða og stundum trúi hún ekki að þetta sé að raungerast. „Ég vona að ég fái fleiri svona tækifæri en ég er samt líka bara mjög meðvituð og þakklát fyrir það. Ég meina kannski er þetta í eina sinn sem maður fær að vera í svona rullu og líka bara að fá að skrifa sjálfur, það er náttúrlega segir ógeðslega mikið. Maður er einhvern veginn í svo rosalega nánum tengslum við karakterana, þannig að þetta er auðvitað bara eitt stórt forréttindaverkefni dauðans sko. Hvernig getur þetta ekki verið draumur?“
Ísland í dag Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Tengdar fréttir Variety fjallar um þáttaraðir sem Baldvin Z framleiðir með Stöð 2 Á vefsíðunni virtu Variety er fjallað nokkuð ítarlega um leikstjórann Baldvin Z og þau verkefni sem hann er með í pípunum. 29. janúar 2020 07:00 Baldvin Z með nýja glæpaseríu Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. 6. september 2019 06:15 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Variety fjallar um þáttaraðir sem Baldvin Z framleiðir með Stöð 2 Á vefsíðunni virtu Variety er fjallað nokkuð ítarlega um leikstjórann Baldvin Z og þau verkefni sem hann er með í pípunum. 29. janúar 2020 07:00
Baldvin Z með nýja glæpaseríu Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. 6. september 2019 06:15