Bíræfnir bankaræningjar bundu gísla utan á flóttabíla sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 11:03 Ekki er vitað hve marga gísla ræningjarnir tóku. Bíræfnir og þungvopnaðir bankaræningjar fóru um miðborg borgarinnar Aracatuba í Brasilíu í morgun og rændu minnst þrjá banka. Skýldu ræningjarnir sér bakvið hóp gísla sem þeir höfðu tekið. Minnst fimmtíu glæpamenn komu að bankaránunum. Ræningjarnir eru sagðir hafa tekið fjölda manna í gíslingu og einhver þeirra tóku þeir með sér þegar þeir flúðu. Gíslar voru meðal annars bundnir utan á flóttabíla ræningjanna þegar þeir keyrðu á brott. Auk þess notuðu ræningjarnir meðal annars sprengiefni og kveiktu elda til að gera lögregluþjónum erfiðara um vik við að standa í hárinu á þeim. Ræningjarnir eru einnig sagðir hafa skotið á lögregluþjóna. Þá eru ræningjarnir sagðir hafa notað dróna til að fylgjast með ferðum lögreglu í borginni. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna óreiðuna sem ríkti í Aracatuba í morgun. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvort einhverjir hafi fallið í átökunum og hvort einhverjir gíslar séu dánir. Miðlar í Brasilíu segja þó einhverja vera dána. Bankarán þykja algeng í Brasilíu og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Þar er oft um stóran hóp þungvopnaðra glæpamanna að ræða sem hafa jafnvel látið greipar sópa í heilu borgunum. Sjá einnig: Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu BBC hefur eftir herlögreglu Brasilíu að búið sé að ná tökum á miðbæ Aracatuba, eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Ekki liggi fyrir hve marga gísla þeir hafi tekið og hvort þeim hafi verið sleppt. Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu í borginni í morgun. Na fuga, os reféns foram amarrados nos veículos. Tentativa de impedir qualquer contra-ataque da polícia ao grupo. Deus guarde essas pessoas e todos de Araçatuba. Todas as agências bancárias do centro foram invadidas - informações preliminares. pic.twitter.com/lu0hBlcTCu— Yuri Macri (@yurimacri) August 30, 2021 Aflição total, meu Deus, oremos por todas essas pessoas que estão sendo feitas de reféns nesse mega assalto aqui em Araçatuba #Araçatuba #OremPorAraçatuba pic.twitter.com/lBo4Ti2rk0— thales (@thalespatrizzi) August 30, 2021 Caralho Araçatuba???! Mano do céu pic.twitter.com/hiusq0uVr1— Lucas Julioti (@JuliotiLucas) August 30, 2021 Brasilía Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Minnst fimmtíu glæpamenn komu að bankaránunum. Ræningjarnir eru sagðir hafa tekið fjölda manna í gíslingu og einhver þeirra tóku þeir með sér þegar þeir flúðu. Gíslar voru meðal annars bundnir utan á flóttabíla ræningjanna þegar þeir keyrðu á brott. Auk þess notuðu ræningjarnir meðal annars sprengiefni og kveiktu elda til að gera lögregluþjónum erfiðara um vik við að standa í hárinu á þeim. Ræningjarnir eru einnig sagðir hafa skotið á lögregluþjóna. Þá eru ræningjarnir sagðir hafa notað dróna til að fylgjast með ferðum lögreglu í borginni. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna óreiðuna sem ríkti í Aracatuba í morgun. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvort einhverjir hafi fallið í átökunum og hvort einhverjir gíslar séu dánir. Miðlar í Brasilíu segja þó einhverja vera dána. Bankarán þykja algeng í Brasilíu og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Þar er oft um stóran hóp þungvopnaðra glæpamanna að ræða sem hafa jafnvel látið greipar sópa í heilu borgunum. Sjá einnig: Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu BBC hefur eftir herlögreglu Brasilíu að búið sé að ná tökum á miðbæ Aracatuba, eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Ekki liggi fyrir hve marga gísla þeir hafi tekið og hvort þeim hafi verið sleppt. Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu í borginni í morgun. Na fuga, os reféns foram amarrados nos veículos. Tentativa de impedir qualquer contra-ataque da polícia ao grupo. Deus guarde essas pessoas e todos de Araçatuba. Todas as agências bancárias do centro foram invadidas - informações preliminares. pic.twitter.com/lu0hBlcTCu— Yuri Macri (@yurimacri) August 30, 2021 Aflição total, meu Deus, oremos por todas essas pessoas que estão sendo feitas de reféns nesse mega assalto aqui em Araçatuba #Araçatuba #OremPorAraçatuba pic.twitter.com/lBo4Ti2rk0— thales (@thalespatrizzi) August 30, 2021 Caralho Araçatuba???! Mano do céu pic.twitter.com/hiusq0uVr1— Lucas Julioti (@JuliotiLucas) August 30, 2021
Brasilía Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira