Vilja að skráningakerfi vegna ofbeldismála verði fært af pappír Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 13:44 Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tiilkynningakerfi verði skýrt í ofbeldismálum. Vísir/Sigurjón Tilkynningar til barnaverndar vegna ofbeldis á heimilum eru iðulega sendar milli landshluta með bréfpósti. Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tilkynningakerfi vegna ofbeldis sé samræmt og fært af pappír á netkerfi. „Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira