Hefur tekið mannanafnanefnd í sátt og fær að heita Bond Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 19:45 Siggi Bond er fótboltamaður og einn af stjórnendum hlaðvarpsins The Mike Show. vísir/egill Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjölda nýrra nafna það sem af er ári. Maður sem hefur ávallt verið kallaður Bond er í skýjunum með að hafa fengið nafnið samþykkt. Það er óhætt að segja að mannanafnanefnd sé umdeilt fyrirbæri í íslensku samfélagi. Margir vilja leggja stofnunina niður en aðrir vilja ekki heyra á það minnst. Og síðan eru það þeir sem hafa andúð á nefndinni en taka hana í sátt þegar hún loks verður við vilja þeirra: „Ég var náttúrulega alltaf ánægður með Áslaugu Örnu á sínum tíma þegar hún vildi leggja þetta niður. En ég vil halda þessu batteríi gangandi núna. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd um miðjan mánuðinn að taka upp þetta heimsþekkta njósnaranafn. Þegar Þjóðskrá hafnaði nafninu Bond upprunalega í sumar var hljóðið allt annað í Sigga: Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli!!! pic.twitter.com/UrNKDtvrnp— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) July 27, 2021 Hann hefur alltaf verið kallaður Siggi Bond í gegn um árin en hvers vegna? „Afi minn heitinn Sigurður Oddur Bjarnason, hann var alltaf kallaður Siggi Bond, hann var svo líkur Sean Connery í gamla daga. Þannig að mamma var alltaf dáldið skotin í þessu nafni og hún vildi skíra mig þetta upprunalega. Nú er draumurinn loksins búinn að rætast,“ segir Siggi. Mynd af afa Sigga Bonds. Tvífari Sean Connery? Dæmi hver fyrir sig.aðsend Nýdönsk Kóbra En það eru fleiri nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt upp á síðkastið að megi nota hér á landi. Þar má til dæmis nefna: Blár Kóbra Gosi Svarthöfði Nýdönsk Af þessum nöfnum vekur Svarthöfði sérstaka athygli ekki síst vegna þess að nefndin hafnaði því nýlega að heimila notkun nafnsins Lúsífer á Íslandi því það gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin virðist hér heldur forn í háttum sínum og vísar til þess að nafnið Svarthöfði hafi tíðkast á öldum áður en það kemur til dæmis fram í Sturlungu. Nafni hans í Stjörnustríði virðist þannig ekki hafa haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar. En samþykktu nöfnin eru fjölmörg og hver veit nema lítil Nýdönsk Kóbra hafi fæðst á spítalanum í dag? Mannanöfn James Bond Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Það er óhætt að segja að mannanafnanefnd sé umdeilt fyrirbæri í íslensku samfélagi. Margir vilja leggja stofnunina niður en aðrir vilja ekki heyra á það minnst. Og síðan eru það þeir sem hafa andúð á nefndinni en taka hana í sátt þegar hún loks verður við vilja þeirra: „Ég var náttúrulega alltaf ánægður með Áslaugu Örnu á sínum tíma þegar hún vildi leggja þetta niður. En ég vil halda þessu batteríi gangandi núna. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd um miðjan mánuðinn að taka upp þetta heimsþekkta njósnaranafn. Þegar Þjóðskrá hafnaði nafninu Bond upprunalega í sumar var hljóðið allt annað í Sigga: Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli!!! pic.twitter.com/UrNKDtvrnp— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) July 27, 2021 Hann hefur alltaf verið kallaður Siggi Bond í gegn um árin en hvers vegna? „Afi minn heitinn Sigurður Oddur Bjarnason, hann var alltaf kallaður Siggi Bond, hann var svo líkur Sean Connery í gamla daga. Þannig að mamma var alltaf dáldið skotin í þessu nafni og hún vildi skíra mig þetta upprunalega. Nú er draumurinn loksins búinn að rætast,“ segir Siggi. Mynd af afa Sigga Bonds. Tvífari Sean Connery? Dæmi hver fyrir sig.aðsend Nýdönsk Kóbra En það eru fleiri nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt upp á síðkastið að megi nota hér á landi. Þar má til dæmis nefna: Blár Kóbra Gosi Svarthöfði Nýdönsk Af þessum nöfnum vekur Svarthöfði sérstaka athygli ekki síst vegna þess að nefndin hafnaði því nýlega að heimila notkun nafnsins Lúsífer á Íslandi því það gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin virðist hér heldur forn í háttum sínum og vísar til þess að nafnið Svarthöfði hafi tíðkast á öldum áður en það kemur til dæmis fram í Sturlungu. Nafni hans í Stjörnustríði virðist þannig ekki hafa haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar. En samþykktu nöfnin eru fjölmörg og hver veit nema lítil Nýdönsk Kóbra hafi fæðst á spítalanum í dag?
Mannanöfn James Bond Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09