Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2021 19:23 Stjórnin byrjaði að funda í hádeginu í dag og hóf svo fjarfund klukkan 17. Vísir/vilhelm Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, staðfesti í samtali við mbl.is fyrr í dag að stjórn KSÍ ræði hvort hún telji ástæðu til að segja af sér í ljósi viðburða síðustu daga. Sjálf sagði Borghildur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hafi íhugað að stíga til hliðar og raunar hafi allir sitjandi stjórnarmeðlimir boðið fram afsögn. Lausnin væri hins vegar ekki fólgin í því að stíga frá málinu og skilja sambandið eftir óstarfhæft. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Borghildi í kvöld. Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, vildi lítið tjá sig um stöðu mála þegar Vísir greip hann á miðjum fundi. Áfram sé fundað og ekki sjái ekki fyrir endann á fundaröð dagsins. Valgeir segir að líklega sé von á frekari upplýsingum frá stjórninni síðar í kvöld. Hann vildi ekki staðfesta hvort stjórnin íhugaði að stíga til hliðar eftir vendingar síðustu daga. „Ég ætla bara að leyfa þessum fundi að klárast áður en ég tjái mig,“ segir hann í samtali við Vísi. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær en kallað hefur verið eftir því að breytingar verði sömuleiðis gerðar á stjórn sambandsins til að endurheimta traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ. Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), samtaka félaga í efstu deildum, krefst þess til að mynda að stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri pakki saman og fari úr Laugardalnum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta.Stöð 2 Nærri öll félög í landinu krefjist sterkari aðgerða „Þetta er ekki bara ÍTF, þetta eru nánast öll félögin í landinu sem hafa krafist þess að gripið verði til sterkari aðgerða og við eigum ekki von á öðru nema að stjórnin verði við því,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Þá geri samtökin kröfu um að kallað verði til aukaþings hjá KSÍ. „Þá mun fólk bjóða sig fram og endurnýja umboð sitt. Þá getum við hafið þetta umbótaferli með hreina stjórn.“ Hann segir þá ljóst að ráðast þurfi í miklar umbætur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það sé ekki bundið við KSÍ. „Ég held að það segi sig sjálft að það verða allir verkferlar að uppfærast og félögin þar á meðal, að líta í eigin barm. Þetta er augljóslega mál sem snertir okkur öll og það verða allir að axla ábyrgð í þessum málum og líta inn á við.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21 Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, staðfesti í samtali við mbl.is fyrr í dag að stjórn KSÍ ræði hvort hún telji ástæðu til að segja af sér í ljósi viðburða síðustu daga. Sjálf sagði Borghildur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hafi íhugað að stíga til hliðar og raunar hafi allir sitjandi stjórnarmeðlimir boðið fram afsögn. Lausnin væri hins vegar ekki fólgin í því að stíga frá málinu og skilja sambandið eftir óstarfhæft. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Borghildi í kvöld. Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, vildi lítið tjá sig um stöðu mála þegar Vísir greip hann á miðjum fundi. Áfram sé fundað og ekki sjái ekki fyrir endann á fundaröð dagsins. Valgeir segir að líklega sé von á frekari upplýsingum frá stjórninni síðar í kvöld. Hann vildi ekki staðfesta hvort stjórnin íhugaði að stíga til hliðar eftir vendingar síðustu daga. „Ég ætla bara að leyfa þessum fundi að klárast áður en ég tjái mig,“ segir hann í samtali við Vísi. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær en kallað hefur verið eftir því að breytingar verði sömuleiðis gerðar á stjórn sambandsins til að endurheimta traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ. Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), samtaka félaga í efstu deildum, krefst þess til að mynda að stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri pakki saman og fari úr Laugardalnum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta.Stöð 2 Nærri öll félög í landinu krefjist sterkari aðgerða „Þetta er ekki bara ÍTF, þetta eru nánast öll félögin í landinu sem hafa krafist þess að gripið verði til sterkari aðgerða og við eigum ekki von á öðru nema að stjórnin verði við því,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Þá geri samtökin kröfu um að kallað verði til aukaþings hjá KSÍ. „Þá mun fólk bjóða sig fram og endurnýja umboð sitt. Þá getum við hafið þetta umbótaferli með hreina stjórn.“ Hann segir þá ljóst að ráðast þurfi í miklar umbætur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það sé ekki bundið við KSÍ. „Ég held að það segi sig sjálft að það verða allir verkferlar að uppfærast og félögin þar á meðal, að líta í eigin barm. Þetta er augljóslega mál sem snertir okkur öll og það verða allir að axla ábyrgð í þessum málum og líta inn á við.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21 Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32
Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21
Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32