Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2021 06:20 Forsvarsmenn KSÍ boða fundi með samstarfsaðilum sínum. Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. Þar segir að forsvarsmenn KSÍ hafi sent bréf til allra helstu samstarfsaðila sinna, þar sem þeir segjast ætla að endurheimta traust þeirra sem hafa stutt sambandið í gegnum árin, hvort sem um er að ræða styrktaraðila, sjálfboðaliða eða áhorfendur. „Í bréfinu kemur fram að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. Tilefni bréfsins sé sú umræða sem nú eigi sér stað um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan þeirra raða. Þá segir í bréfinu að samskipti KSÍ og samstarfsaðila sambandsins hafa í flestum tilfellum snúið að fleiri þáttum en fjárhagslegum og í samstarfi felist að báðir geti mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Því sé leitað eftir samtali við alla þessa aðila,“ segir í tilkynningunni. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ kunna að meta þau „skýru skilaboð“ sem styrktaraðilar hafa sent um að stíga verði trúverðug skref til úrbóta. Ljós sé að samstarf þurfi að byggjast á trausti og „traust samfélagsins gagnvart sambandinu hafi því miður algjörlega horfið á síðustu dögum“. Virkt samtal þurfi að eiga sér stað til að endurheimta traustið. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ að lokum vonast eftir því að sem flestir samstarfsaðilar séu tilbúnir til að starfa áfram með sambandinu „og taka þátt að stuðla að þeim mikilvægu breytingum sem svo mjög hefur verið kallað eftir á síðustu misserum“. Icelandair, N1 og Coca-Cola á Íslandi eru meðal þeirra sem hafa sett spurningamerki við áframhaldandi stuðning við KSÍ í kjölfar atburða undanfarinna daga. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þar segir að forsvarsmenn KSÍ hafi sent bréf til allra helstu samstarfsaðila sinna, þar sem þeir segjast ætla að endurheimta traust þeirra sem hafa stutt sambandið í gegnum árin, hvort sem um er að ræða styrktaraðila, sjálfboðaliða eða áhorfendur. „Í bréfinu kemur fram að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. Tilefni bréfsins sé sú umræða sem nú eigi sér stað um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan þeirra raða. Þá segir í bréfinu að samskipti KSÍ og samstarfsaðila sambandsins hafa í flestum tilfellum snúið að fleiri þáttum en fjárhagslegum og í samstarfi felist að báðir geti mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Því sé leitað eftir samtali við alla þessa aðila,“ segir í tilkynningunni. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ kunna að meta þau „skýru skilaboð“ sem styrktaraðilar hafa sent um að stíga verði trúverðug skref til úrbóta. Ljós sé að samstarf þurfi að byggjast á trausti og „traust samfélagsins gagnvart sambandinu hafi því miður algjörlega horfið á síðustu dögum“. Virkt samtal þurfi að eiga sér stað til að endurheimta traustið. Þá segjast forsvarsmenn KSÍ að lokum vonast eftir því að sem flestir samstarfsaðilar séu tilbúnir til að starfa áfram með sambandinu „og taka þátt að stuðla að þeim mikilvægu breytingum sem svo mjög hefur verið kallað eftir á síðustu misserum“. Icelandair, N1 og Coca-Cola á Íslandi eru meðal þeirra sem hafa sett spurningamerki við áframhaldandi stuðning við KSÍ í kjölfar atburða undanfarinna daga.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira