Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 31. ágúst 2021 19:11 Stjórnin virðist hafa áhyggjur af því að Alþjóðknattspyrnusambandið grípi inn í, verði framkvæmdastjóra sambandsins sagt upp. Vísir/Vilhelm Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins í fyrradag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórnin sagði þá af sér í gær, en hafði áður sagt að hún myndi sitja áfram. Nú standa öll spjót á Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra, sem segist ekki vera að íhuga stöðu sína. Klara hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal í dag, frekar en aðrir stjórnarmenn. Stjórnin, sem mun starfa í fjórar vikur fram að aukaþinginu, hefur þó gefið það út að hún hyggist ekki víkja Klöru úr starfi. Gætu litið svo á að sambandið væri óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformanna sambandsins, sagði fréttastofu þó í dag að ef stjórnin myndi ákveða að víkja framkvæmdastjóra úr starfi, gæti Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA litið svo á að sambandið væri óstarfhæft. FIFA gæti þá gripið í taumana og tekið yfir stjórn sambandsins á grundvelli neyðarlaga. Á blaðamannafundi Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, í dag kom fram að það hefði aðeins gerst tvisvar áður, í Bosníu vegna stríðsástands og Grikklandi vegna fjármálakrísu. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi FIFA Tengdar fréttir Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. 31. ágúst 2021 16:01 Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sjá meira
Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins í fyrradag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórnin sagði þá af sér í gær, en hafði áður sagt að hún myndi sitja áfram. Nú standa öll spjót á Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra, sem segist ekki vera að íhuga stöðu sína. Klara hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal í dag, frekar en aðrir stjórnarmenn. Stjórnin, sem mun starfa í fjórar vikur fram að aukaþinginu, hefur þó gefið það út að hún hyggist ekki víkja Klöru úr starfi. Gætu litið svo á að sambandið væri óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformanna sambandsins, sagði fréttastofu þó í dag að ef stjórnin myndi ákveða að víkja framkvæmdastjóra úr starfi, gæti Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA litið svo á að sambandið væri óstarfhæft. FIFA gæti þá gripið í taumana og tekið yfir stjórn sambandsins á grundvelli neyðarlaga. Á blaðamannafundi Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, í dag kom fram að það hefði aðeins gerst tvisvar áður, í Bosníu vegna stríðsástands og Grikklandi vegna fjármálakrísu.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi FIFA Tengdar fréttir Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. 31. ágúst 2021 16:01 Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sjá meira
Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. 31. ágúst 2021 16:01
Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46
Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26