Þegar ég var lítill róttækur femínisti Una Hildardóttir skrifar 3. september 2021 07:30 Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun