Val Ancelottis á Andra Lucasi vekur athygli spænskra fjölmiðla Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 23:01 Andri Lucas Guðjohnsen er á meðal 40 leikmanna sem Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, valdi í Meistaradeildarhóp liðsins fyrir komandi tímabil. Spænskir fjölmiðlar hafa vakið sérstaka athygli á valinu. Andri Lucas er 19 ára gamall og þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi liðsins fyrir Rúmeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hann gæti þá komið við sögu er Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2018 eftir að hafa verið áður í unglingastarfi Barcelona og Espanyol í Katalóníu. Hann hóf æfingar hjá Barcelona á meðan faðir hans aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona árin 2006 til 2009. Gudjohnsen back in the Champions League in 2021 https://t.co/C3za3PuYCP— Football España (@footballespana_) September 3, 2021 Ancelotti valdi 25 manna leikmannahóp fyrir komandi átök hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur en 15 uppaldir leikmenn til viðbótar eru á varalista. Andri Lucas er í síðari hópnum. Miðlar á við AS, Football Espana og Marca vöktu sérstaka athygli á því að Andri Lucas sé í Meistaradeildarhópi spænska stórliðsins. Hann var frá lungann úr síðasta tímabili vegna hnémeiðsla en var færður upp í B-lið félagsins, Castilla, fyrir komandi leiktíð og mun spila með því í spænsku C-deildinni í vetur. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri á stóra sviðinu en Real Madrid er í riðli með Ítalíumeisturum Inter Milan, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Son of former Barça star Gudjohnsen in Real Madrid's Champions League squadhttps://t.co/Szt4t9P3lF— AS English (@English_AS) September 3, 2021 Spænski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjá meira
Andri Lucas er 19 ára gamall og þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi liðsins fyrir Rúmeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hann gæti þá komið við sögu er Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2018 eftir að hafa verið áður í unglingastarfi Barcelona og Espanyol í Katalóníu. Hann hóf æfingar hjá Barcelona á meðan faðir hans aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona árin 2006 til 2009. Gudjohnsen back in the Champions League in 2021 https://t.co/C3za3PuYCP— Football España (@footballespana_) September 3, 2021 Ancelotti valdi 25 manna leikmannahóp fyrir komandi átök hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur en 15 uppaldir leikmenn til viðbótar eru á varalista. Andri Lucas er í síðari hópnum. Miðlar á við AS, Football Espana og Marca vöktu sérstaka athygli á því að Andri Lucas sé í Meistaradeildarhópi spænska stórliðsins. Hann var frá lungann úr síðasta tímabili vegna hnémeiðsla en var færður upp í B-lið félagsins, Castilla, fyrir komandi leiktíð og mun spila með því í spænsku C-deildinni í vetur. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri á stóra sviðinu en Real Madrid er í riðli með Ítalíumeisturum Inter Milan, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Son of former Barça star Gudjohnsen in Real Madrid's Champions League squadhttps://t.co/Szt4t9P3lF— AS English (@English_AS) September 3, 2021
Spænski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn