Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Snorri Másson skrifar 4. september 2021 19:00 Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls á hálendi Íslands. Mikel Bilbao/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“ Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“
Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58