Reyndu lengi að vísa árásarmanninum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 10:44 Ahmed Aathill Mohamed Samsudeen í dómsal árið 2018. AP/Greg Bowker Yfirvöld á Nýja-Sjálandi reyndu um árabil að vísa manninum sem stakk sjö í verslunarmiðstöð í Auckland í vikunni úr landi. Það var eftir að Ahamed Aathil Mohamed Samsudeen, sem er nú á fertugsaldri, kom frá Sri Lanka sem flóttamaður. Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið. Nýja-Sjáland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið.
Nýja-Sjáland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira