Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Snorri Másson skrifar 5. september 2021 12:07 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. Þegar nýtt fyrirkomulag verður komið í gagnið má sjá fyrir sér veruleikann einhvern veginn þannig að sé maður á leið á til dæmis tónleika á föstudegi, þurfi maður að skella sér í hraðpróf á miðvikudegi eða helst fimmtudegi, enda gildir niðurstaðan, sem maður fær beint í símann, í 48 tíma. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að mæta á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa staðið yfir. Þar fer fólk í hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að afgreiðslutíminn verði langur fólki til hægðarauka. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ segir Ragnehiður. Sá sem fær jákvæða niðurstöðu á degi viðburðar er harla ólíklegur til að komast á hann. Hann fer beinustu leið í PCR-próf, en komi það út neikvætt er hann vissulega frjáls ferða sinna. Heilsugæslan gerir ráð fyrir að geta hafið hraðprófun vegna smitgátar skólabarna strax í vikunni og vegna viðburðahalds öðru hvorum megin við næstu helgi. Þetta verða nokkur þúsund hraðpróf á dag. „Það sem við sjáum líka fyrir okkur við að taka svona stóra hópa, er að þetta er svo mikil skimun í leiðinni. Það myndi vonandi hjálpa okkur líka við að ná þessari bylgju niður. Svo veit maður þá ekki þegar hún er komin niður hvort það verði eitthvað slakað á meira,” segir Ragnheiður. Hraðpróf frá ýmsum framleiðendum hafa verið pöntuð inn og hið opinbera niðurgreiðir framkvæmdina alfarið. Fyrir eins umfangsmikla framkvæmd vantar heilsugæsluna einnig starfsfólk og hefur auglýst eftir því. Hraðprófin hjá heilsugæslunni verða framan af eina leið fólks til að komast á 500 manna viðburði og heimapróf eða sjálfspróf verða þar ekki tekin gild. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00 Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Þegar nýtt fyrirkomulag verður komið í gagnið má sjá fyrir sér veruleikann einhvern veginn þannig að sé maður á leið á til dæmis tónleika á föstudegi, þurfi maður að skella sér í hraðpróf á miðvikudegi eða helst fimmtudegi, enda gildir niðurstaðan, sem maður fær beint í símann, í 48 tíma. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að mæta á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa staðið yfir. Þar fer fólk í hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að afgreiðslutíminn verði langur fólki til hægðarauka. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ segir Ragnehiður. Sá sem fær jákvæða niðurstöðu á degi viðburðar er harla ólíklegur til að komast á hann. Hann fer beinustu leið í PCR-próf, en komi það út neikvætt er hann vissulega frjáls ferða sinna. Heilsugæslan gerir ráð fyrir að geta hafið hraðprófun vegna smitgátar skólabarna strax í vikunni og vegna viðburðahalds öðru hvorum megin við næstu helgi. Þetta verða nokkur þúsund hraðpróf á dag. „Það sem við sjáum líka fyrir okkur við að taka svona stóra hópa, er að þetta er svo mikil skimun í leiðinni. Það myndi vonandi hjálpa okkur líka við að ná þessari bylgju niður. Svo veit maður þá ekki þegar hún er komin niður hvort það verði eitthvað slakað á meira,” segir Ragnheiður. Hraðpróf frá ýmsum framleiðendum hafa verið pöntuð inn og hið opinbera niðurgreiðir framkvæmdina alfarið. Fyrir eins umfangsmikla framkvæmd vantar heilsugæsluna einnig starfsfólk og hefur auglýst eftir því. Hraðprófin hjá heilsugæslunni verða framan af eina leið fólks til að komast á 500 manna viðburði og heimapróf eða sjálfspróf verða þar ekki tekin gild.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00 Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Hraðprófin millileikur í átt að eðlilegra samfélagi Nýjar reglur um 500 manna viðburði gegn hraðprófum taka gildi á föstudag en yfirvöld hafa ekki enn klárað útfærslu á þeim. Stefnt er að því að framkvæmd þeirra verði komin á fullan skrið um miðjan september mánuð. 31. ágúst 2021 20:00
Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi landsleikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi þó reglugerð sem heimili að 500 manns komi saman á viðburðum taki gildi á morgun. 2. september 2021 16:18
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent