Hamilton segir Red Bull vera í sérflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 09:02 Hamilton baðar Verstappen í kampavíni eftir sigur þess síðarnefnda í Hollandi. Boris Streubel/Getty Images Lewis Hamilton segir Max Verstappen og lið hans Red Bull vera í sérflokki í Formúlu 1 eins og staðan er í dag. Verstappen leiðir nú með þremur stigum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Hollendingurinn Max Verstappen sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Zandvoort í Hollandi. Verstappen keyrði nær fullkomlega og kom fyrstur í mark þó svo að Hamilton hafi „gefið allt sem hann átti“ til að reyna koma í veg fyrir sigur Hollendingsins fljúgandi. After a dream home race, @Max33Verstappen has re-taken the lead in the championship! And there's been a bit of reshuffle behind too #DutchGP #F1 pic.twitter.com/ebnJGKxc6S— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 „Ég var að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat en hann var of fljótur í dag. Þeir (Red Bull) voru í sérflokki í dag, þeir keyrðu flesta hringina á getustigi sem við gátum ekki náð,“ sagði Hamilton í viðtali að kappakstrinum loknum. „Þeir uppfærðu bílinn fyrir síðasta kappakstur og bara vá, þeir eru fljótir. Þeir hafa ekki verið svona hraðir á árinu til þessa held ég. Ég tel að þeir hafi tekið skref fram á við,“ bætti hann við. Lewis Hamilton hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þar á meðal síðustu fjögur ár, en nú virðist sem Verstappen ætli að stela krúnu hans. What. A. Weekend. #DutchGP #F1 pic.twitter.com/TnOQ7DAEiK— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hollendingurinn Max Verstappen sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Zandvoort í Hollandi. Verstappen keyrði nær fullkomlega og kom fyrstur í mark þó svo að Hamilton hafi „gefið allt sem hann átti“ til að reyna koma í veg fyrir sigur Hollendingsins fljúgandi. After a dream home race, @Max33Verstappen has re-taken the lead in the championship! And there's been a bit of reshuffle behind too #DutchGP #F1 pic.twitter.com/ebnJGKxc6S— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 „Ég var að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat en hann var of fljótur í dag. Þeir (Red Bull) voru í sérflokki í dag, þeir keyrðu flesta hringina á getustigi sem við gátum ekki náð,“ sagði Hamilton í viðtali að kappakstrinum loknum. „Þeir uppfærðu bílinn fyrir síðasta kappakstur og bara vá, þeir eru fljótir. Þeir hafa ekki verið svona hraðir á árinu til þessa held ég. Ég tel að þeir hafi tekið skref fram á við,“ bætti hann við. Lewis Hamilton hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þar á meðal síðustu fjögur ár, en nú virðist sem Verstappen ætli að stela krúnu hans. What. A. Weekend. #DutchGP #F1 pic.twitter.com/TnOQ7DAEiK— Formula 1 (@F1) September 6, 2021
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira