Björguðu týndum þriggja ára dreng eftir fjóra daga í skóginum Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2021 08:24 Lögregla í ríkinu birti í morgun myndband úr þyrlunni þar sem má sjá augnablikið þar sem drengurinn fannst. Lögregla í NSW Þriggja ára drengur sem týndist í skógi í Ástralíu fyrir fjórum dögum fannst heill á húfi í morgun eftir umfangsmikla leit. Björgunarlið í þyrlum tóku eftir drengnum, Anthony „AJ“ Elfalak, í morgun þar sem hann var að fá sér vatn að drekka úr læk á landi fjölskyldu sinnar í sveitum Nýju-Suður Wales. Í frétt BBC segir að síðast hafi sést til drengsins, sem sé einhverfur og tali ekki, á föstudaginn. Hafi fjölskylda hans óttast að honum hafi verið rænt. Björgunarlið fann hins vegar drenginn við lækjarbakka inni í skógi um hálfum kílómetra frá heimili drengsins í bænum Putty í norðurhluta ríkisins. Lögregla í ríkinu birti í morgun myndband úr þyrlunni þar sem má sjá augnablikið þar sem drengurinn fannst. A three-year-old child missing on a rural property in the Hunter region since Friday has been located following a large-scale search.https://t.co/VrlVwL4sYW pic.twitter.com/byOXFCiD1j— NSW Police Force (@nswpolice) September 6, 2021 Talsmaður yfirvalda segir drengurinn hafi verið blautur, sem skrámur á fæti en annars verið heill heilsu. Um hundrað manns tóku þátt í leitinni og segir faðir drengsins það vera „kraftaverk“ að hann hafi fundist. „Hann hefur verið bitinn af maurum og hrasaði en hann er á lífi. Hann er á lífi,“ sagði faðirinn Anthony Elfalak í samtali við fjölmiðla. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu sagðist í tíst vera feginn að heyra að drengurinn væri fundinn heill á húfi. Thank goodness. What a relief. I can t imagine how traumatic this experience has been for AJ and his parents. Glad to hear he s safe. Thanks to all at @nswpolice and our paramedics. https://t.co/pIL91J27Cc— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) September 6, 2021 Ástralía Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Björgunarlið í þyrlum tóku eftir drengnum, Anthony „AJ“ Elfalak, í morgun þar sem hann var að fá sér vatn að drekka úr læk á landi fjölskyldu sinnar í sveitum Nýju-Suður Wales. Í frétt BBC segir að síðast hafi sést til drengsins, sem sé einhverfur og tali ekki, á föstudaginn. Hafi fjölskylda hans óttast að honum hafi verið rænt. Björgunarlið fann hins vegar drenginn við lækjarbakka inni í skógi um hálfum kílómetra frá heimili drengsins í bænum Putty í norðurhluta ríkisins. Lögregla í ríkinu birti í morgun myndband úr þyrlunni þar sem má sjá augnablikið þar sem drengurinn fannst. A three-year-old child missing on a rural property in the Hunter region since Friday has been located following a large-scale search.https://t.co/VrlVwL4sYW pic.twitter.com/byOXFCiD1j— NSW Police Force (@nswpolice) September 6, 2021 Talsmaður yfirvalda segir drengurinn hafi verið blautur, sem skrámur á fæti en annars verið heill heilsu. Um hundrað manns tóku þátt í leitinni og segir faðir drengsins það vera „kraftaverk“ að hann hafi fundist. „Hann hefur verið bitinn af maurum og hrasaði en hann er á lífi. Hann er á lífi,“ sagði faðirinn Anthony Elfalak í samtali við fjölmiðla. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu sagðist í tíst vera feginn að heyra að drengurinn væri fundinn heill á húfi. Thank goodness. What a relief. I can t imagine how traumatic this experience has been for AJ and his parents. Glad to hear he s safe. Thanks to all at @nswpolice and our paramedics. https://t.co/pIL91J27Cc— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) September 6, 2021
Ástralía Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira