Hlaupvatnið komið undan jöklinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 15:02 Rennslið við Sveinstind var komið í um 613 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í dag. Vísir/Jóhann Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. „Þetta er í takti við það sem sérfræðingar gerðu ráð fyrir um framgang. Enn er nokkuð í það að rennslið nái hámarki við Sveinstind,“ segir í tilkynningunni. „Hlaupvatnið er komið undan jöklinum og búið að ná mælinum okkar þar. Þetta er komið upp fyrir hámarkið úr hlaupinu úr vestari katlinum en það er töluvert eftir,“ segir Hulda Rósa Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland, í samtali við fréttastofu. Tilkynnt var á sunnudag að hlaup sé hafið úr Eystri-Skaftárkatli, sem eykur vatnsflauminn í Skaftá töluvert en ef hlaupið hefði aðeins verið úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Þegar síðasta Skaftárhlaup, sem varð árið 2018, náði hámarki var hámarksrennsli flóðsins um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Sú tala gerir ráð fyrir framhjárennsli sem mælirinn við Sveinstind nemur ekki. Enn sé þó nokkuð í að hlaupvatnið komist niður að þjóðvegi og nái hámarki. „Við sjáum sennilega hámarkið í Sveinstindi á morgun en hámarkið niðri við þjóðveg verður líklega ekki fyrr en eftir tvo sólarhringa,“ segir Hulda. Gera megi ráð fyrir að vatnið muni flæða yfir þjóðveginn, en búið sé að koma upp hjáleið um Meðallandið svo hægt verði að komast þarna um. „Miðað við að það er há vatnsstaða í ánni fyrir þá má alveg gera ráð fyrir því að áin flæði eitthvað aðeins yfir þjóðveginn,“ segir Hulda Rós. Fréttin var uppfærð klukkan 15:25. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59 Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta er í takti við það sem sérfræðingar gerðu ráð fyrir um framgang. Enn er nokkuð í það að rennslið nái hámarki við Sveinstind,“ segir í tilkynningunni. „Hlaupvatnið er komið undan jöklinum og búið að ná mælinum okkar þar. Þetta er komið upp fyrir hámarkið úr hlaupinu úr vestari katlinum en það er töluvert eftir,“ segir Hulda Rósa Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland, í samtali við fréttastofu. Tilkynnt var á sunnudag að hlaup sé hafið úr Eystri-Skaftárkatli, sem eykur vatnsflauminn í Skaftá töluvert en ef hlaupið hefði aðeins verið úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Þegar síðasta Skaftárhlaup, sem varð árið 2018, náði hámarki var hámarksrennsli flóðsins um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Sú tala gerir ráð fyrir framhjárennsli sem mælirinn við Sveinstind nemur ekki. Enn sé þó nokkuð í að hlaupvatnið komist niður að þjóðvegi og nái hámarki. „Við sjáum sennilega hámarkið í Sveinstindi á morgun en hámarkið niðri við þjóðveg verður líklega ekki fyrr en eftir tvo sólarhringa,“ segir Hulda. Gera megi ráð fyrir að vatnið muni flæða yfir þjóðveginn, en búið sé að koma upp hjáleið um Meðallandið svo hægt verði að komast þarna um. „Miðað við að það er há vatnsstaða í ánni fyrir þá má alveg gera ráð fyrir því að áin flæði eitthvað aðeins yfir þjóðveginn,“ segir Hulda Rós. Fréttin var uppfærð klukkan 15:25.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59 Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54
Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01