Tilbúin með aðstöðu til að framkvæma hraðpróf fyrir smitgát og stærri viðburði Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 15:11 Hraðprófin verða tekin í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Vísir/vilhelm Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34. Enn þá er unnið að því að klára uppsetningu tölvukerfis og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið á morgun, 7. september. Að því loknu verður þeim sem sæta smitgát gert kleift að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa farið fram. Áætlað er að þar verði opið frá 8 til 20 virka daga og 9 til 15 um helgar fyrst um sinn. Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar. Með nýlegri reglugerðarbreytingu er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir Covid-19 heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar. Einstaklingur sem viðhefur smitgát er gert að fara í hraðpróf á fyrsta degi og síðan aftur á fjórða degi. Þegar neikvæð niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt. Heimila stærri viðburði Einnig heimila nýjar reglur að haldnir séu allt að 500 manna viðburðir með því skilyrði að allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið unnið að útfærslu á sýnatöku og notkun hraðprófa vegna þessa. Mun fólki standa til boða að fara í hraðpróf sér að kostnaðarlausu og fá niðurstöðuna beint í símann. Keypt mörg hundruð þúsund hraðpróf Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi þegar fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Reynir heilsugæslan nú að bæta við sig starfsfólki í ljósi þessa umfangsmikla verkefnis. Að sögn heilsugæslunnar hefur hún nú tryggt sér nægilegt magn hraðprófa, bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og allt landið. Utan höfuðborgarsvæðisins mun framkvæmd hraðprófa fara fram á heilsugæslum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Að því loknu verður þeim sem sæta smitgát gert kleift að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa farið fram. Áætlað er að þar verði opið frá 8 til 20 virka daga og 9 til 15 um helgar fyrst um sinn. Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar. Með nýlegri reglugerðarbreytingu er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir Covid-19 heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar. Einstaklingur sem viðhefur smitgát er gert að fara í hraðpróf á fyrsta degi og síðan aftur á fjórða degi. Þegar neikvæð niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt. Heimila stærri viðburði Einnig heimila nýjar reglur að haldnir séu allt að 500 manna viðburðir með því skilyrði að allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið unnið að útfærslu á sýnatöku og notkun hraðprófa vegna þessa. Mun fólki standa til boða að fara í hraðpróf sér að kostnaðarlausu og fá niðurstöðuna beint í símann. Keypt mörg hundruð þúsund hraðpróf Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi þegar fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Reynir heilsugæslan nú að bæta við sig starfsfólki í ljósi þessa umfangsmikla verkefnis. Að sögn heilsugæslunnar hefur hún nú tryggt sér nægilegt magn hraðprófa, bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og allt landið. Utan höfuðborgarsvæðisins mun framkvæmd hraðprófa fara fram á heilsugæslum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07