Oddvitaáskorunin: Vaknar af værum svefni með áhyggjur af plöntum Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2021 09:01 Bjarni með eiginkonu sinni og móður. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarni Benediktsson leiðir lista Sjáldstæðifslokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Bjarni er formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármála- og efnahagsráðherra og fjölskyldufaðir úr Garðabænum. Pabbi fjögurra barna og eins hunds, og afi eins árs afastráks og nafna. Gekk í Garðaskóla, MR og lagadeild Háskóla Íslands. Stundaði frekara nám í tvö ár í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Á uppvaxtarárunum áttu íþróttir hug hans allan, var bæði í fótbolta og handbolta í Stjörnunni. Í seinni tíð fer meiri frítími í samverustundir með fjölskyldunni, veiði, ferðalög um landið, að taka myndir, renna sér á skíðum, stöku golfhringi og undanfarið í að sýsla í gróðurhúsinu. Dagarnir byrja snemma, ýmist á æfingu eða í baði – þar sem bestu hugmyndirnar fæðast yfirleitt. Sérlegur Elvis aðdáandi, sem finnst nánast allt gott, en kann best að meta kótilettur í raspi eða vel gerðan hamborgara. Bjarni og Bó. Bjarni kom fyrst inn á þing 2003, eftir að hafa starfað í lögmennsku. Hefur verið þar síðan, starfað í mörgu nefndum þingsins, verið formaður Sjálfstæðisflokksins í 12 ár og bæði gegnt hlutverki forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Trúir einlægt á réttlátt og hvetjandi samfélag sem byggist á jöfnum tækifærum fólks til að skapa sína eigin framtíð. Brennur fyrir því að gera samfélagið sífellt betra. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvallasveit/Þingvallavatn. Hvað færðu þér í bragðaref? Engir refir, ég fæ mér bara ís með dýfu! Uppáhalds bók? Sjálfstætt fólk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Despacito. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég held að það sé víða gott að búa. Ég gæti til dæmis hugsað mér að búa í Eyjafirði eða á Héraði. Búseta á Suðurlandi með stórt gróðurhús kæmi líka til greina. Fyrir vestan myndi ég koma mér fyrir í húsi með stórum gluggum sem sýndu mér út á haf. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Hæst ber sennilega að ég fékk mér gróðurhús sem ég hef dundað mér í, full mikið að mati sumra. En störfin í gróðurhúsinu má spegla á margt. Að setja fræin niður, hlúa að þeim og fylgjast með plöntunum vaxa og dafna hægt og rólega. Þetta hefur heillað migi mig, ég vakna stundum með andfælum á nóttunni til að hlaupa út að líta eftir plöntu sem ég hef áhyggjur af. Ungur Bjarni með móður sinni. Hvað tekur þú í bekk? 120 kg. Sönnunargögn liggja fyrir. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Það er öruggast. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég öfunda stundum þá sem ferðast um heiminn og mynda fallega staði eða opna okkur sýn í undur náttúrunnar. Svo hlýtur að vera dásamlegt að vera myndlistamaður, byrja daginn með auðan striga. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er þetta ekki bara komið gott hjá þér? Uppáhalds tónlistarmaður? Elvis. Besti fimmaurabrandarinn? Hvað sagði draugurinn við hinn drauginn? Trúir þú á fólk? Ein sterkasta minningin úr æsku? Að standa í röð við Búnaðarbankann og skipta peningum við myntbreytinguna. Hundurinn Bó og dóttir hans Sushi. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Ég hef fylgst með og starfað með mörgum leiðtogum sem ég tel mig hafa lært af og lít upp til. Mér finnst mikilvægt að vera samt sem áður ég sjálfur. Ég losna aldrei við manninn í speglinum og best að reyna að vera sáttur við hann. Annað væri vesen. Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of luck, frábært lag og textinn gæti allt eins verið slagorð Sjálfstæðisflokksins; „If you wanna give up, you've got to believe in yourself!“ Besta frí sem þú hefur farið í? Bjarni og Þóra, eiginkona hans. Öll frí eru best. Uppáhalds þynnkumatur? Kaldar kótilettur eða steikt egg. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Núll sinnum, tíminn því miður enn ekki gefist. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þegar Gyða Sól fer ólétt að hitta lækninn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Það er af ýmsu að taka. Við áttum það til dæmis til að stelast í sund að næturlagi. Mér skilst að það sé tekið harðar á slíku í dag. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég bar upp bónorðið á miðnætti á gamlárskvöld fyrir ansi mörgum árum síðan. Og svo fór flugeldur á loft. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson leiðir lista Sjáldstæðifslokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Bjarni er formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármála- og efnahagsráðherra og fjölskyldufaðir úr Garðabænum. Pabbi fjögurra barna og eins hunds, og afi eins árs afastráks og nafna. Gekk í Garðaskóla, MR og lagadeild Háskóla Íslands. Stundaði frekara nám í tvö ár í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Á uppvaxtarárunum áttu íþróttir hug hans allan, var bæði í fótbolta og handbolta í Stjörnunni. Í seinni tíð fer meiri frítími í samverustundir með fjölskyldunni, veiði, ferðalög um landið, að taka myndir, renna sér á skíðum, stöku golfhringi og undanfarið í að sýsla í gróðurhúsinu. Dagarnir byrja snemma, ýmist á æfingu eða í baði – þar sem bestu hugmyndirnar fæðast yfirleitt. Sérlegur Elvis aðdáandi, sem finnst nánast allt gott, en kann best að meta kótilettur í raspi eða vel gerðan hamborgara. Bjarni og Bó. Bjarni kom fyrst inn á þing 2003, eftir að hafa starfað í lögmennsku. Hefur verið þar síðan, starfað í mörgu nefndum þingsins, verið formaður Sjálfstæðisflokksins í 12 ár og bæði gegnt hlutverki forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Trúir einlægt á réttlátt og hvetjandi samfélag sem byggist á jöfnum tækifærum fólks til að skapa sína eigin framtíð. Brennur fyrir því að gera samfélagið sífellt betra. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvallasveit/Þingvallavatn. Hvað færðu þér í bragðaref? Engir refir, ég fæ mér bara ís með dýfu! Uppáhalds bók? Sjálfstætt fólk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Despacito. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég held að það sé víða gott að búa. Ég gæti til dæmis hugsað mér að búa í Eyjafirði eða á Héraði. Búseta á Suðurlandi með stórt gróðurhús kæmi líka til greina. Fyrir vestan myndi ég koma mér fyrir í húsi með stórum gluggum sem sýndu mér út á haf. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Hæst ber sennilega að ég fékk mér gróðurhús sem ég hef dundað mér í, full mikið að mati sumra. En störfin í gróðurhúsinu má spegla á margt. Að setja fræin niður, hlúa að þeim og fylgjast með plöntunum vaxa og dafna hægt og rólega. Þetta hefur heillað migi mig, ég vakna stundum með andfælum á nóttunni til að hlaupa út að líta eftir plöntu sem ég hef áhyggjur af. Ungur Bjarni með móður sinni. Hvað tekur þú í bekk? 120 kg. Sönnunargögn liggja fyrir. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Það er öruggast. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég öfunda stundum þá sem ferðast um heiminn og mynda fallega staði eða opna okkur sýn í undur náttúrunnar. Svo hlýtur að vera dásamlegt að vera myndlistamaður, byrja daginn með auðan striga. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er þetta ekki bara komið gott hjá þér? Uppáhalds tónlistarmaður? Elvis. Besti fimmaurabrandarinn? Hvað sagði draugurinn við hinn drauginn? Trúir þú á fólk? Ein sterkasta minningin úr æsku? Að standa í röð við Búnaðarbankann og skipta peningum við myntbreytinguna. Hundurinn Bó og dóttir hans Sushi. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Ég hef fylgst með og starfað með mörgum leiðtogum sem ég tel mig hafa lært af og lít upp til. Mér finnst mikilvægt að vera samt sem áður ég sjálfur. Ég losna aldrei við manninn í speglinum og best að reyna að vera sáttur við hann. Annað væri vesen. Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of luck, frábært lag og textinn gæti allt eins verið slagorð Sjálfstæðisflokksins; „If you wanna give up, you've got to believe in yourself!“ Besta frí sem þú hefur farið í? Bjarni og Þóra, eiginkona hans. Öll frí eru best. Uppáhalds þynnkumatur? Kaldar kótilettur eða steikt egg. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Núll sinnum, tíminn því miður enn ekki gefist. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þegar Gyða Sól fer ólétt að hitta lækninn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Það er af ýmsu að taka. Við áttum það til dæmis til að stelast í sund að næturlagi. Mér skilst að það sé tekið harðar á slíku í dag. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég bar upp bónorðið á miðnætti á gamlárskvöld fyrir ansi mörgum árum síðan. Og svo fór flugeldur á loft.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira