Foreldrar Þórhildar: „Báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2021 10:36 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segjast aldrei hafa beðið Guðna Bergsson, þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, um að halda trúnað um fyrsta tölvupóstinn sem sendur var á sambandið vegna máls Þórhildar og Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns. Þetta segja foreldrar Þórhildar Gyðu, Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í morgun vegna umræðu um meintan trúnað á milli Guðna og þeirra, og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eftir að póstur hafði verið sendur á tölvupóstfangið ksi@ksi.is þá hafi samskiptin eingöngu verið við Guðna. Þeim samskiptum hafi lokið með síðasta tölvupósti sem var sendur 22. mars árið 2018 þar sem þau báðu Guðna um að halda trúnað við þau gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem þau deildu með Guðna þegar þau ræddu við hann í síma þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Foto: Daniel Þór „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ,“ segir foreldrar Þórhildar Gyðu í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing foreldra Þórhildar: Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergssonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál. Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta segja foreldrar Þórhildar Gyðu, Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í morgun vegna umræðu um meintan trúnað á milli Guðna og þeirra, og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eftir að póstur hafði verið sendur á tölvupóstfangið ksi@ksi.is þá hafi samskiptin eingöngu verið við Guðna. Þeim samskiptum hafi lokið með síðasta tölvupósti sem var sendur 22. mars árið 2018 þar sem þau báðu Guðna um að halda trúnað við þau gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem þau deildu með Guðna þegar þau ræddu við hann í síma þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Foto: Daniel Þór „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ,“ segir foreldrar Þórhildar Gyðu í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing foreldra Þórhildar: Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergssonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál. Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56