Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Þorgils Jónsson skrifar 8. september 2021 10:51 Réttarhöld hefjast í dag yfir Salah Abdeslam og nítján öðrum sakborningum vegna hryðjuverkaárásarinnar í París árið 2015. Abdeslam er sá eini af árásarmönnunum níu sem er enn á lífi, en hefur hingað til neitað að tjá sig við yfirvöld. Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu. Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu.
Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28
Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45
Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50
Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55