Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2021 11:37 Þess er nú beðið að Skaftárhlaup nái hámarki við þjóðveginn. Myndin er frá Skaftárhlaupi árið 2018. Vísir/Jóhann Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48
Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19