Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 20:02 Söfunarkassar Climeworks eru einfaldir í uppsetningu. Töluverðan varma þarf fyrir starfsemina. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif. Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif.
Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08