Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2021 11:09 Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, var annar þeirra sem vildi hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Vísir/Vilhelm Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. Fundargerð nefndarinnar var birt í gær, en samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er hún birt á vef Seðlabankans tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Þar má sjá að þeir allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta hækkun en að nefndarmennirnir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, hefðu þó fremur kosið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur – úr 1 prósenti í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Þrálát verðbólga Segir að nefndin hafi rætt hvort halda ætti meginvöxtum bankans óbreyttum eða hækka þá um 0,25 til 0,5 prósentur. Helstu rök sem hafi komið fram á fundi nefndarinnar fyrir því að hækka vexti hafi verið þau að verðbólga hefði reynst þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir og horfur væru á að lengri tíma tæki að ná verðbólgumarkmiðinu. „Fram kom í umræðunni að hætta væri á að aukin alþjóðleg verðbólga, áhrif framboðstruflana á verðbólgu auk innlendra launahækkana myndu leiða til þess að verðbólga héldist mikil sem gæti leitt til frekari hækkunar á verðbólguvæntingum. Einnig var rætt að vísbendingar væru um að innlend eftirspurn hefði tekið kröftuglega við sér sem birtist m.a. í aukinni greiðslukortaveltu, auknum útlánavexti til heimila og miklum umsvifum og verðhækkun á húsnæðismarkaði. Jafnframt hefði batinn á vinnumarkaði verið kröftugri og framleiðsluslaki minni en talið var á síðasta fundi. Betra væri að vera tímanleg með vaxtahækkun nú og minnka líkur á að það kæmi til þess að það þyrfti að herða taumhaldið hratt síðar,“ segir í fundargerðinni. Tengsl sóttvarnaaðgerða og efnahagsumsvifa hafa veikst Ennfremur segir að rök fyrir því að taka stærra skref og hækka vexti um 0,5 prósentur hafi meðal annars verið þau að óvissan hefði minnkað frá maífundi nefndarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar væri nú bólusettur og ljóst væri að bólusetningin virkaði vel gegn alvarlegum veikindum af COVID-19. „Ljóst væri enn fremur að tengsl milli sóttvarnaraðgerða og efnahagsumsvifa hefðu veikst og aðlögunarhæfni almennings og fyrirtækja ásamt aðgerðum stjórnvalda héldu hagkerfinu gangandi að mestu þrátt fyrir farsóttina. Þá hefði fjölgun ferðamanna verið hraðari í sumar og útgjöld þeirra meiri en búist hafði verið við auk þess sem hagvaxtarhorfur hefðu batnað umtalsvert.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32 Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fundargerð nefndarinnar var birt í gær, en samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er hún birt á vef Seðlabankans tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Þar má sjá að þeir allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta hækkun en að nefndarmennirnir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, hefðu þó fremur kosið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur – úr 1 prósenti í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Þrálát verðbólga Segir að nefndin hafi rætt hvort halda ætti meginvöxtum bankans óbreyttum eða hækka þá um 0,25 til 0,5 prósentur. Helstu rök sem hafi komið fram á fundi nefndarinnar fyrir því að hækka vexti hafi verið þau að verðbólga hefði reynst þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir og horfur væru á að lengri tíma tæki að ná verðbólgumarkmiðinu. „Fram kom í umræðunni að hætta væri á að aukin alþjóðleg verðbólga, áhrif framboðstruflana á verðbólgu auk innlendra launahækkana myndu leiða til þess að verðbólga héldist mikil sem gæti leitt til frekari hækkunar á verðbólguvæntingum. Einnig var rætt að vísbendingar væru um að innlend eftirspurn hefði tekið kröftuglega við sér sem birtist m.a. í aukinni greiðslukortaveltu, auknum útlánavexti til heimila og miklum umsvifum og verðhækkun á húsnæðismarkaði. Jafnframt hefði batinn á vinnumarkaði verið kröftugri og framleiðsluslaki minni en talið var á síðasta fundi. Betra væri að vera tímanleg með vaxtahækkun nú og minnka líkur á að það kæmi til þess að það þyrfti að herða taumhaldið hratt síðar,“ segir í fundargerðinni. Tengsl sóttvarnaaðgerða og efnahagsumsvifa hafa veikst Ennfremur segir að rök fyrir því að taka stærra skref og hækka vexti um 0,5 prósentur hafi meðal annars verið þau að óvissan hefði minnkað frá maífundi nefndarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar væri nú bólusettur og ljóst væri að bólusetningin virkaði vel gegn alvarlegum veikindum af COVID-19. „Ljóst væri enn fremur að tengsl milli sóttvarnaraðgerða og efnahagsumsvifa hefðu veikst og aðlögunarhæfni almennings og fyrirtækja ásamt aðgerðum stjórnvalda héldu hagkerfinu gangandi að mestu þrátt fyrir farsóttina. Þá hefði fjölgun ferðamanna verið hraðari í sumar og útgjöld þeirra meiri en búist hafði verið við auk þess sem hagvaxtarhorfur hefðu batnað umtalsvert.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður
Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32 Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34
Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26