Stærsta rafíþróttamót heims haldið á Íslandi í nóvember Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 13:11 Frá lokadegi League of Legends Mid-Season Invitational mótsins sem haldið var í Reykjavík í maí. Riot Games/Colin Young-Wolff Stærsta rafíþróttamót heims, heimsmeistaramótið í League of Legends, verður haldið í Reykjavík dagana 5. október til 6. nóvember. Þetta staðfestu Riot Games, framleiðendur vinsæla tölvuleiksins og skipuleggjendur mótsins, fyrr í dag. Um er að ræða lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta er í annað sinn sem stórt mót í League of Legends tölvuleiknum fer fram í Reykjavík en síðastliðið vor fór þar fram boðsmótið Mid-Season Invitational í Laugardalshöll. Áður var uppi orðrómur um að heimsmeistaramótið yrði haldið hérlendis og fullyrti netmiðilinn Dot Esports í gær að mótið myndi hefjast í Reykjavík í október. Upphaflega stóð til að halda það í Kína en hætt við það vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda og fylgdust um 100 milljón áhorfendur með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins árið 2019 í beinni útsendingu. „Við erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á ótrúlega upplifun af heimsmeistaramótinu á Íslandi, þar sem bestu liðin og leikmennirnir fá tækifæri til að keppa,“ er haft eftir John Needham, yfirmanni rafíþrótta hjá Riot Games, í tilkynningu frá Íslandsstofu. Stendur yfir í rúmar fjórar vikur Að sögn Íslandsstofu má búast við miklum umsvifum í kringum mótið, en í heildina er reiknað með að um og yfir 600 starfsmenn og keppendur fylgi mótinu sem stendur í rúmar fjórar vikur. Mótið verður leikið í gömlu Laugardalshöllinni og er gert ráð fyrir að því fylgi lítið rask fyrir aðra starfsemi í Laugardalshöll þar sem fjöldabólusetningum verður lokið. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), segir að það sé mikill heiður að Riot komi aftur til Íslands. Þetta sé í fyrsta skipti í sögu leiksins sem allir alþjóðlegu viðburðir ársins fari fram í sama landi. „Með þessum viðburðum kemur mikil landkynning, gjaldeyristekjur og svo er þetta gífurleg innspýting á áhuga og framtakssemi í rafíþróttasamfélagið á Íslandi. Þetta styrkir líka stöðu íslenskra rafíþrótta og íslensks leikjaiðnaðar á alþjóðavettvangi sem getur skilað miklu til samfélagsins á komandi árum og áratugum,“ segir hann í tilkynningu. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ákvörðun Riot sé mikill gæðastimpill á fagmennsku íslenskra fyrirtækja sem vinna við framkvæmd viðburða. „Að sama skapi eru þetta spennandi tækifæri fyrir bæði íslenskar rafíþróttir og íslenskan leikjaiðnað, en við gerum ráð fyrir að mikill áhugi verði á mótinu og Íslandi á meðan á því stendur.” Leikjavísir Ferðamennska á Íslandi League of Legends Rafíþróttir Tengdar fréttir Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15 Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Um er að ræða lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta er í annað sinn sem stórt mót í League of Legends tölvuleiknum fer fram í Reykjavík en síðastliðið vor fór þar fram boðsmótið Mid-Season Invitational í Laugardalshöll. Áður var uppi orðrómur um að heimsmeistaramótið yrði haldið hérlendis og fullyrti netmiðilinn Dot Esports í gær að mótið myndi hefjast í Reykjavík í október. Upphaflega stóð til að halda það í Kína en hætt við það vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda og fylgdust um 100 milljón áhorfendur með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins árið 2019 í beinni útsendingu. „Við erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á ótrúlega upplifun af heimsmeistaramótinu á Íslandi, þar sem bestu liðin og leikmennirnir fá tækifæri til að keppa,“ er haft eftir John Needham, yfirmanni rafíþrótta hjá Riot Games, í tilkynningu frá Íslandsstofu. Stendur yfir í rúmar fjórar vikur Að sögn Íslandsstofu má búast við miklum umsvifum í kringum mótið, en í heildina er reiknað með að um og yfir 600 starfsmenn og keppendur fylgi mótinu sem stendur í rúmar fjórar vikur. Mótið verður leikið í gömlu Laugardalshöllinni og er gert ráð fyrir að því fylgi lítið rask fyrir aðra starfsemi í Laugardalshöll þar sem fjöldabólusetningum verður lokið. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), segir að það sé mikill heiður að Riot komi aftur til Íslands. Þetta sé í fyrsta skipti í sögu leiksins sem allir alþjóðlegu viðburðir ársins fari fram í sama landi. „Með þessum viðburðum kemur mikil landkynning, gjaldeyristekjur og svo er þetta gífurleg innspýting á áhuga og framtakssemi í rafíþróttasamfélagið á Íslandi. Þetta styrkir líka stöðu íslenskra rafíþrótta og íslensks leikjaiðnaðar á alþjóðavettvangi sem getur skilað miklu til samfélagsins á komandi árum og áratugum,“ segir hann í tilkynningu. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ákvörðun Riot sé mikill gæðastimpill á fagmennsku íslenskra fyrirtækja sem vinna við framkvæmd viðburða. „Að sama skapi eru þetta spennandi tækifæri fyrir bæði íslenskar rafíþróttir og íslenskan leikjaiðnað, en við gerum ráð fyrir að mikill áhugi verði á mótinu og Íslandi á meðan á því stendur.”
Leikjavísir Ferðamennska á Íslandi League of Legends Rafíþróttir Tengdar fréttir Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15 Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15
Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00