Öflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. september 2021 08:31 Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði. Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu og styrkingu heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni, þar á meðal á Suðurlandi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur sjúkrahús á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Á Selfossi er legudeild með sjúkrarýmum, hjúkrunardeild og líknarrýmum, í Vestmannaeyjum er legudeild með sjúkrarýmun og hjúkrunarrýmum og á báðum stöðum er boðið upp á ljósmæðrastýrða fæðingarþjónustu. Öflugt göngudeildarstarf er á Selfossi þar sem m.a. er veitt krabbameinsþjónusta og slysa- og bráðamóttaka er opin allan sólarhringinn. Bráðamóttakan þjónar svæðinu frá Höfn að Hveragerði, auk þess sem sumarhúsabyggð og mikill fjöldi ferðamanna á svæðinu veldur því að margir sem ekki eiga lögheimili í umdæminu leita aðstoðar á bráðamótttökunni. Fjármagn til HSU hefur verið aukið um 19,7% á kjörtímabilinu, þ.e. á árunum 2017-2021. Nú er unnið að endurbótum og stækkun á heilbrigðisstofnuninni sjálfri, sem mun skila sér í bættum aðbúnaði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Heilbrigðisstofnunin hefur verið leiðandi í veitingu fjarþjónustu, t.d. með Klausturverkefninu, þar sem læknir sem er ekki á staðnum skoðar sjúkling í gegnum fjarbúnað, Rangárþing vinnur nú að tilraunaverkefni um fjarþjónustu í heimahjúkrun auk þess sem augnlæknaþjónusta er veitt í Vestmannaeyjum í gegnum fjarbúnað. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 og á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Fyrir þetta aukna fjármagn til tækjakaupa hefur HSU til dæmis sett upp nýjan tækjabúnað á rannsóknarstofunni á Selfossi, keypt nýjan röntgen-myndgreiningarbúnað í Vestmannaeyjum, og endurnýjað röntgentæki á Höfn. Á HSU hafa einnig verið opnuð fjögur líknarrými í takt við áherslur í líknarþjónustu og fjármagn var aukið til heilsueflandi móttaka fyrir eldri íbúa á kjörtímabilinu á árunum 2020 og 2021. HSU rekur 9 heilsugæslustöðvar um allt Suðurland en heilsugæslan gegnir lykilhlutverki í að veita fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Nú er unnið að endurbótum á húsnæði á heilsugæslum víða í umdæminu. Mikilvæg þjónusta við aldraða Heilbrigðisumdæmi Suðurlands stendur nú þegar nokkuð vel hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma á hverja 1000 íbúa 80 ára og eldri og biðtími eftir hjúkrunarrými er þar einna stystur á landsvísu. Á Suðurlandi hefur þó verið unnið að uppbyggingu þjónustu við aldraða með byggingu hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Framkvæmdir standa yfir við nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili á Höfn, sem mun leysa af eldra húsnæði og fjölga hjúkrunarrýmum um sex, en áætlað er að framkvæmdum verði lokið í árslok 2022. Í Árborg er bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis langt komin og áætluð verklok eru nú í árslok. HSU hefur verið falið að reka heimilið. Í samvinnu við Hveragerðisbæ verður einnig ráðist í byggingu hjúkrunarheimilis þar. Með tilkomu heimilisins mun hjúkrunarrýmum fjölga um fjögur á Ási í Hveragerði og aðbúnaður verður bættur í 18 rýmum til viðbótar, í takt við nútímakröfur um einbýli. Í vikunni var svo staðfest sameiginleg viljayfirlýsing mín og sveitarstjórans í Vík í Mýrdal um byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem leysa mun af hólmi þau 15 rými sem fyrir eru á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni. Núverandi húsnæði er barn síns tíma og er langt frá því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um hjúkrunarheimili í dag. Heilbrigðisstofnunin veitir einnig heimahjúkrun á Suðurlandi og dagdvalarrými eru á nokkrum stöðum í umdæminu, þ. á m. á Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Vík, Vestmannaeyjum og Hellu. Öflugri sjúkraflutningar Ég skipaði í október 2019 starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum, sem hafði það hlutverk að móta tillögur að framtíðarskipulagi sjúkraflutninga í samræmi við heilbrigðisstefnu. Hópurinn skilaði sínum tillögum að stefnu í byrjun árs 2020. Nú hafa í ráðuneytinu verið unnin drög að aðgerðaráætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu. Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að stofnuð verði miðstöð um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga sem hafi það hlutverk að samræma þjónustuna á landsvísu. Miðstöðin myndi skapa stjórnunarlega umgjörð um málaflokkinn, sinna ráðgjöf við fagaðila bráðaþjónustunnar í gegnum fjarskipti og sinna gæðaeftirliti með þjónustunni og tryggja viðhaldsmenntun og -þjálfun þeirra aðila sem að henni. Einnig er stefnt að því að hrinda í framkvæmd tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á suð-vesturhorni landsins, vegna umfangs og fjölda útkalla á því svæði í gegnum tíðina. Með sérhæfðri sjúkraþyrlu væri unnt að veita hraðari sérhæfða þjónustu við bráðveika og slasaða á vettvangi. Sjúkraþyrla er hugsuð sem viðbót við og styrking á sjúkrabílum og læknisþjónustu í dreifbýli. Efling geðheilbrigðisþjónustu Sálfræðingum hefur verið fjölgað í umdæminu; úr 2,8 stöðugildum árið 2017 í 5,1 stöðugildi árið 2020, auk þess sem geðheilbrigðisteymi HSU tók formlega til starfa í lok árs 2019. Starfsemi teymisins hefur aukist jafnt og þétt en á tímabilinu október 2019 til október 2020 fengu rúmlega 200 einstaklingar þjónustu hjá geðheilsuteyminu. Markmiðið með því er að veita þverfaglega þjónustu á sviði geðheilbrigðismála og þjónusta teymisins er viðbót við þau úrræði sem hafa verið til staðar innan HSU. Reynslan af starfsemi teymisins sýnir að mikil þörf var fyrir þjónustuna. Geðheilsuteymi fanga var stofnað í árslok 2019 en teymið sinnir geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins, og skiptir meðal annars sköpum fyrir þjónustu við fanga á Litla-Hrauni. Jafnt aðgengi skiptir öllu Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi sannarlega verið styrkt á fjölbreytta vegu og þeirri vinnu þarf að halda áfram á næsta kjörtímabili. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Geðheilbrigði Sjúkraflutningar Eldri borgarar Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði. Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu og styrkingu heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni, þar á meðal á Suðurlandi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur sjúkrahús á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Á Selfossi er legudeild með sjúkrarýmum, hjúkrunardeild og líknarrýmum, í Vestmannaeyjum er legudeild með sjúkrarýmun og hjúkrunarrýmum og á báðum stöðum er boðið upp á ljósmæðrastýrða fæðingarþjónustu. Öflugt göngudeildarstarf er á Selfossi þar sem m.a. er veitt krabbameinsþjónusta og slysa- og bráðamóttaka er opin allan sólarhringinn. Bráðamóttakan þjónar svæðinu frá Höfn að Hveragerði, auk þess sem sumarhúsabyggð og mikill fjöldi ferðamanna á svæðinu veldur því að margir sem ekki eiga lögheimili í umdæminu leita aðstoðar á bráðamótttökunni. Fjármagn til HSU hefur verið aukið um 19,7% á kjörtímabilinu, þ.e. á árunum 2017-2021. Nú er unnið að endurbótum og stækkun á heilbrigðisstofnuninni sjálfri, sem mun skila sér í bættum aðbúnaði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Heilbrigðisstofnunin hefur verið leiðandi í veitingu fjarþjónustu, t.d. með Klausturverkefninu, þar sem læknir sem er ekki á staðnum skoðar sjúkling í gegnum fjarbúnað, Rangárþing vinnur nú að tilraunaverkefni um fjarþjónustu í heimahjúkrun auk þess sem augnlæknaþjónusta er veitt í Vestmannaeyjum í gegnum fjarbúnað. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 og á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Fyrir þetta aukna fjármagn til tækjakaupa hefur HSU til dæmis sett upp nýjan tækjabúnað á rannsóknarstofunni á Selfossi, keypt nýjan röntgen-myndgreiningarbúnað í Vestmannaeyjum, og endurnýjað röntgentæki á Höfn. Á HSU hafa einnig verið opnuð fjögur líknarrými í takt við áherslur í líknarþjónustu og fjármagn var aukið til heilsueflandi móttaka fyrir eldri íbúa á kjörtímabilinu á árunum 2020 og 2021. HSU rekur 9 heilsugæslustöðvar um allt Suðurland en heilsugæslan gegnir lykilhlutverki í að veita fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Nú er unnið að endurbótum á húsnæði á heilsugæslum víða í umdæminu. Mikilvæg þjónusta við aldraða Heilbrigðisumdæmi Suðurlands stendur nú þegar nokkuð vel hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma á hverja 1000 íbúa 80 ára og eldri og biðtími eftir hjúkrunarrými er þar einna stystur á landsvísu. Á Suðurlandi hefur þó verið unnið að uppbyggingu þjónustu við aldraða með byggingu hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Framkvæmdir standa yfir við nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili á Höfn, sem mun leysa af eldra húsnæði og fjölga hjúkrunarrýmum um sex, en áætlað er að framkvæmdum verði lokið í árslok 2022. Í Árborg er bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis langt komin og áætluð verklok eru nú í árslok. HSU hefur verið falið að reka heimilið. Í samvinnu við Hveragerðisbæ verður einnig ráðist í byggingu hjúkrunarheimilis þar. Með tilkomu heimilisins mun hjúkrunarrýmum fjölga um fjögur á Ási í Hveragerði og aðbúnaður verður bættur í 18 rýmum til viðbótar, í takt við nútímakröfur um einbýli. Í vikunni var svo staðfest sameiginleg viljayfirlýsing mín og sveitarstjórans í Vík í Mýrdal um byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem leysa mun af hólmi þau 15 rými sem fyrir eru á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni. Núverandi húsnæði er barn síns tíma og er langt frá því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um hjúkrunarheimili í dag. Heilbrigðisstofnunin veitir einnig heimahjúkrun á Suðurlandi og dagdvalarrými eru á nokkrum stöðum í umdæminu, þ. á m. á Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Vík, Vestmannaeyjum og Hellu. Öflugri sjúkraflutningar Ég skipaði í október 2019 starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum, sem hafði það hlutverk að móta tillögur að framtíðarskipulagi sjúkraflutninga í samræmi við heilbrigðisstefnu. Hópurinn skilaði sínum tillögum að stefnu í byrjun árs 2020. Nú hafa í ráðuneytinu verið unnin drög að aðgerðaráætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu. Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að stofnuð verði miðstöð um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga sem hafi það hlutverk að samræma þjónustuna á landsvísu. Miðstöðin myndi skapa stjórnunarlega umgjörð um málaflokkinn, sinna ráðgjöf við fagaðila bráðaþjónustunnar í gegnum fjarskipti og sinna gæðaeftirliti með þjónustunni og tryggja viðhaldsmenntun og -þjálfun þeirra aðila sem að henni. Einnig er stefnt að því að hrinda í framkvæmd tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á suð-vesturhorni landsins, vegna umfangs og fjölda útkalla á því svæði í gegnum tíðina. Með sérhæfðri sjúkraþyrlu væri unnt að veita hraðari sérhæfða þjónustu við bráðveika og slasaða á vettvangi. Sjúkraþyrla er hugsuð sem viðbót við og styrking á sjúkrabílum og læknisþjónustu í dreifbýli. Efling geðheilbrigðisþjónustu Sálfræðingum hefur verið fjölgað í umdæminu; úr 2,8 stöðugildum árið 2017 í 5,1 stöðugildi árið 2020, auk þess sem geðheilbrigðisteymi HSU tók formlega til starfa í lok árs 2019. Starfsemi teymisins hefur aukist jafnt og þétt en á tímabilinu október 2019 til október 2020 fengu rúmlega 200 einstaklingar þjónustu hjá geðheilsuteyminu. Markmiðið með því er að veita þverfaglega þjónustu á sviði geðheilbrigðismála og þjónusta teymisins er viðbót við þau úrræði sem hafa verið til staðar innan HSU. Reynslan af starfsemi teymisins sýnir að mikil þörf var fyrir þjónustuna. Geðheilsuteymi fanga var stofnað í árslok 2019 en teymið sinnir geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins, og skiptir meðal annars sköpum fyrir þjónustu við fanga á Litla-Hrauni. Jafnt aðgengi skiptir öllu Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi sannarlega verið styrkt á fjölbreytta vegu og þeirri vinnu þarf að halda áfram á næsta kjörtímabili. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar