Heilbrigðisráðherra lætur kanna möguleika á nýrri geðdeildarbyggingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2021 12:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta gera úttekt á húsnæði geðdeilda Landspítala og láta kanna hvort byggja eigi nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Vísir Heilbrigðisráðherra hefur falið þeim sem sjá um byggingu á nýjum Landspítala að gera úttekt á núverandi húsnæði geðþjónustunnar og kanna möguleika á að byggja nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Hún útilokar ekki að nýtt húsnæði fyrir geðsviðið rísi á næstu árum. Stjórnendur Geðsþjónustu Landspítalans og sérnámslæknar í geðlækningum hafa undanfarið bent á í fjölmiðlum að húsnæði geðsviðs spítalans sé algjörlega óviðunandi og uppfylli ekki nútíma kröfur. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir húsnæði undir þjónustuna á nýjum Landspítala. Í gær kom fram í hádegisfréttum okkar hjá forstöðumanni geðþjónustunnar að húsnæðið sé ekki bara gamalt og úr sér gengið heldur sé afar óhentugt að hafa þjónustuna á þremur stöðum eins og nú er. Mikilvægt sé að byggja nýtt húsnæði sem uppfylli nútímakröfur og styðji við bata sjúklinga. Útilokað sé að bíða eftir því í 10-20 ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa fylgst vel með þessum málum undanfarið. „Ég hef hlustað mjög vel eftir þessari mikilvægu umræðu um þessa þjónustu. Ég hef því ákveðið að fela NSLH sem er nýr Landspítali sem sér um framkvæmdirnar við Hringbraut að gera úttekt á geðdeildarhúsnæði Landspítalans við Hringbraut, Klepp og víðar. Í framhaldinu verði svo kannaður möguleiki á nýbyggingu fyrir starfsemi geðdeildanna sem hluta af heildaruppbyggingu nýs Landspítala. Það er ekki búið að skipuleggja alla mögulega byggingarreiti á svæðinu við Hringbraut,“ segir Svandís. Svandís segir að verkefnið þurfi ekki að taka langan tíma. „Það eru einhverjir mánuðir sem við erum að tala um. Sjálf þarfagreiningin fyrir Landspítalann og framtíðarheilbrigðisþjónustu er 16 vikna verkefni sem er nýlega farið í gang. Þetta á að fara vel saman að rýna ofan í húsnæðiskostinn og framtíðarverkefni varðandi þjónustu Landspítalans,“ segir Svandís. Aðspurð hvort að ný geðdeildarbygging geti jafnvel risið á næstu árum svarar Svandís: „Það er ekki útilokað. Það er til byggingarpláss sem gæti mögulega nýst fyrir nýtt geðdeildarhús á Hringbraut,“ segir Svandís. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36 Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Stjórnendur Geðsþjónustu Landspítalans og sérnámslæknar í geðlækningum hafa undanfarið bent á í fjölmiðlum að húsnæði geðsviðs spítalans sé algjörlega óviðunandi og uppfylli ekki nútíma kröfur. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir húsnæði undir þjónustuna á nýjum Landspítala. Í gær kom fram í hádegisfréttum okkar hjá forstöðumanni geðþjónustunnar að húsnæðið sé ekki bara gamalt og úr sér gengið heldur sé afar óhentugt að hafa þjónustuna á þremur stöðum eins og nú er. Mikilvægt sé að byggja nýtt húsnæði sem uppfylli nútímakröfur og styðji við bata sjúklinga. Útilokað sé að bíða eftir því í 10-20 ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa fylgst vel með þessum málum undanfarið. „Ég hef hlustað mjög vel eftir þessari mikilvægu umræðu um þessa þjónustu. Ég hef því ákveðið að fela NSLH sem er nýr Landspítali sem sér um framkvæmdirnar við Hringbraut að gera úttekt á geðdeildarhúsnæði Landspítalans við Hringbraut, Klepp og víðar. Í framhaldinu verði svo kannaður möguleiki á nýbyggingu fyrir starfsemi geðdeildanna sem hluta af heildaruppbyggingu nýs Landspítala. Það er ekki búið að skipuleggja alla mögulega byggingarreiti á svæðinu við Hringbraut,“ segir Svandís. Svandís segir að verkefnið þurfi ekki að taka langan tíma. „Það eru einhverjir mánuðir sem við erum að tala um. Sjálf þarfagreiningin fyrir Landspítalann og framtíðarheilbrigðisþjónustu er 16 vikna verkefni sem er nýlega farið í gang. Þetta á að fara vel saman að rýna ofan í húsnæðiskostinn og framtíðarverkefni varðandi þjónustu Landspítalans,“ segir Svandís. Aðspurð hvort að ný geðdeildarbygging geti jafnvel risið á næstu árum svarar Svandís: „Það er ekki útilokað. Það er til byggingarpláss sem gæti mögulega nýst fyrir nýtt geðdeildarhús á Hringbraut,“ segir Svandís.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36 Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. 9. september 2021 14:36
Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01