Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 14:22 Davíð Helgason hyggst nýta auðæfi sín í að fjárfesta í loftslagslausnum. Aðsend Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16
Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14