Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:08 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Vísir/JóiK Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira