„Þú gleymir aldrei“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2021 20:00 Arna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili. Þeir féllu báðir fyrir eigin hendi. Vísir/Einar Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent