Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Þorgils Jónsson skrifar 11. september 2021 11:11 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við HÍ, segir að viðbröð Bandaríkjanna við árásunum 11. september 2001 og áhrifin sem enn gæti af þeim, hafi grafið undan leiðtogastöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. Eins og flestum er kunnugt réðist fjölþjóðlegt lið undir stjórn Bandaríkjanna inn í Afganistan í október sama ár og velti Talibönum úr sessi. Eftir það beindist athygli Bush-stjórnarinnar að Írak og Saddam Hussein forseta, og árið 2003 var afráðið, á rökum sem reyndust síðar verulega ótraust, að ráðast þar inn líka. Þessi aðferðafræði gekk þvert á ríkjandi reglur alþjóðasamfélagsins, að sögn Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Bandaríkin hafi þarna grafið undan eigin trúverðugleika í forystuhlutverki frjálslyndra lýðræðisríkja. Silja var búsett í Bandaríkjunum á þessum tíma, nánar tiltekið í Kaliforníu. Í samtali við Vísi segist hún hafa vaknað árla dags 11. september við símtal frá vinkonu sinni á austurströndinni. „Ég kveikti svo á sjónvarpinu og sá seinni vélina lenda á turninum í beinni útsendingu.“ Silja segir að möguleikinn á hryðjuverkum á bandarískri grundu hafi sannarlega verið til staðar á þessum tíma. Skemmst sé að minnast sprengjuárásarinnar í Oklahomaborg árið 1995 og fyrra sprengjutilræðisins í kjallara norðurturns World Trade Center tveimur árum áður. „En þessi leið [að fljúga farþegaþotu, á skýjakljúfa] var eitthvað sem ég hafði ekki getað ímyndað mér.“ Skefjalaus örvænting greip fólk sem var fast á efri hæðum Tvíburaturnanna eftir að farþegaþoturnar flugu á þá. Bjartsýnistíminn leið undir lok Árásirnar heltóku heiminn á augabragði og umturnuðu sviði alþjóðamála, eftir tiltölulega stöðugt tímabil. „Í kennslu tala ég oft um „tímann á milli 9. 11. og 11. 9.“ – það er, frá falli Berlínarmúrsins hinn níunda nóvember 1989 og fram til 11. september 2001. Þá ríkti bjartsýni í heiminum og ráðandi trú var á útbreiðslu lýðræðis og að endalok Kalda stríðsins myndi leiða til meiri samvinnu og friðar í heiminum.“ Eftir 11. september urðu svo vatnaskil, en Silja segir að það hafi ekki aðeins verið vegna árásanna sjálfra, heldur voru það viðbrögðin við þeim sem stýra því hvernig heimurinn þróaðist í kjölfarið. „Það er ekki lengur þessi ofurtrú á samvinnu, samstöðu og útbreiðslu lýðræðis, heldur hefst þarna stríðið gegn hryðjuverkum sem mótar heimsmyndina og gerir enn í dag.“ Bandaríkin eiga enn eftir að axla ábyrgð Árásin og eftirmálar hennar hafa ekki aðeins áhrif á alþjóðakerfið heldur einnig á daglegt líf almennra borgara um heim allan. Silja segir þó að við Vesturlandabúar finnum síst fyrir afleiðingunum, þá helst auknum öryggisráðstöfunum á ferðalögum um heiminn. „Svo kemur innrásin í Írak í kjölfarið, sem er byggð á fullkomlega tilbúnum forsendum. Afleiðingarnar sem það hefur haft á íbúa þess heimshluta er eitthvað sem Bandaríkin þurfa að gera almennilega upp og axla ábyrgð á til lengri tíma.“ Ný kynslóð skynjar 9/11 á annan hátt Þó atburðirnir þennan dag séu flestum í fersku minni, eru 20 ár ansi langur tími og heil kynslóð vaxin úr grasi síðan þá og er jafnvel komið í háskólanám. Tekur Silja eftir mun á yngstu nemendum og viðhorfi þeirra til atburðanna 11. september? „Ungt fólk á þessum aldri man kannski ekki sjálft eftir að hafa séð atburðina, en þau eiga minningar um að hafa séð upptökurnar og hvernig þetta birtist í dægurmenningu og fréttum. Þannig að þó þau muni þetta ekki beint þá er þetta minning sem situr í samfélaginu, en þau hafa auðvitað ekki samanburðinn við það hvernig heimurinn var áður.“ Bandaríkin og fjölþjóðaliðið sem réðist inn í Afganistan til að velta Talibönum úr sessi og handsama Osama Bin Laden naut stuðnings Norðurbandalagsins svokallaða. Á þessari mynd eru Norðurbandalagsmenn að fylgjast með loftárásum bandaríska hersins á búðir Talibana í Kunduz-heraði. Hriktir í stoðum kerfis sem Bandaríkin sköpuðu sjálf Á tímanum sem Silja minntist á hér að ofan, milli endaloka Kalda stríðins og fram að árásunum, var staða Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu afar sterk. Hið frjálslynda lýðræðisskipulag, sem Bandaríkin sköpuðu í loka seinna stríðs var ríkjandi og Bandaríkin voru, altjent að eigin mati, kyndilberar frelsisins um heim allan. „En þegar Bandaríkin stíga út úr því,“ segir Silja. „og hætta að virða reglur alþjóðasamfélagsins um hvernig leita þurfi samþykkis til að hafa afskipti af innri málum annarra ríkja, eru þau í raun að grafa undan eigin trúverðugleika og leiðtogahlutverki. Þannig byrjar að hrikta í þessu kerfi og við sjáum ekki ennþá fyrir endann á því. Minningar munu dofna en afleiðingarnar sitja eftir En heldur Silja að „9/11“ verði alltaf jafn alltumlykjandi á komandi árum? „Það er erfitt að segja. Það er mögulega hægt að líkja þessu við árásina á Pearl Harbour sem dró Bandaríkin inn í seinni heimsstyrjöldina á sínum tíma. Hún hefur ákveðna stöðu enn í dag en hefur fölnað í minningunni og stendur fólki ekki jafn nærri og fyrir 40-50 árum. Minningin um 9/11 mun kannski dofna og hverfa, en eftir sitja afleiðingar af viðbrögðunum við árásunum, sem við erum meðal annars að horfa uppá í Afganistan í dag.“ Bandaríkin Afganistan Öryggis- og varnarmál Írak Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt réðist fjölþjóðlegt lið undir stjórn Bandaríkjanna inn í Afganistan í október sama ár og velti Talibönum úr sessi. Eftir það beindist athygli Bush-stjórnarinnar að Írak og Saddam Hussein forseta, og árið 2003 var afráðið, á rökum sem reyndust síðar verulega ótraust, að ráðast þar inn líka. Þessi aðferðafræði gekk þvert á ríkjandi reglur alþjóðasamfélagsins, að sögn Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Bandaríkin hafi þarna grafið undan eigin trúverðugleika í forystuhlutverki frjálslyndra lýðræðisríkja. Silja var búsett í Bandaríkjunum á þessum tíma, nánar tiltekið í Kaliforníu. Í samtali við Vísi segist hún hafa vaknað árla dags 11. september við símtal frá vinkonu sinni á austurströndinni. „Ég kveikti svo á sjónvarpinu og sá seinni vélina lenda á turninum í beinni útsendingu.“ Silja segir að möguleikinn á hryðjuverkum á bandarískri grundu hafi sannarlega verið til staðar á þessum tíma. Skemmst sé að minnast sprengjuárásarinnar í Oklahomaborg árið 1995 og fyrra sprengjutilræðisins í kjallara norðurturns World Trade Center tveimur árum áður. „En þessi leið [að fljúga farþegaþotu, á skýjakljúfa] var eitthvað sem ég hafði ekki getað ímyndað mér.“ Skefjalaus örvænting greip fólk sem var fast á efri hæðum Tvíburaturnanna eftir að farþegaþoturnar flugu á þá. Bjartsýnistíminn leið undir lok Árásirnar heltóku heiminn á augabragði og umturnuðu sviði alþjóðamála, eftir tiltölulega stöðugt tímabil. „Í kennslu tala ég oft um „tímann á milli 9. 11. og 11. 9.“ – það er, frá falli Berlínarmúrsins hinn níunda nóvember 1989 og fram til 11. september 2001. Þá ríkti bjartsýni í heiminum og ráðandi trú var á útbreiðslu lýðræðis og að endalok Kalda stríðsins myndi leiða til meiri samvinnu og friðar í heiminum.“ Eftir 11. september urðu svo vatnaskil, en Silja segir að það hafi ekki aðeins verið vegna árásanna sjálfra, heldur voru það viðbrögðin við þeim sem stýra því hvernig heimurinn þróaðist í kjölfarið. „Það er ekki lengur þessi ofurtrú á samvinnu, samstöðu og útbreiðslu lýðræðis, heldur hefst þarna stríðið gegn hryðjuverkum sem mótar heimsmyndina og gerir enn í dag.“ Bandaríkin eiga enn eftir að axla ábyrgð Árásin og eftirmálar hennar hafa ekki aðeins áhrif á alþjóðakerfið heldur einnig á daglegt líf almennra borgara um heim allan. Silja segir þó að við Vesturlandabúar finnum síst fyrir afleiðingunum, þá helst auknum öryggisráðstöfunum á ferðalögum um heiminn. „Svo kemur innrásin í Írak í kjölfarið, sem er byggð á fullkomlega tilbúnum forsendum. Afleiðingarnar sem það hefur haft á íbúa þess heimshluta er eitthvað sem Bandaríkin þurfa að gera almennilega upp og axla ábyrgð á til lengri tíma.“ Ný kynslóð skynjar 9/11 á annan hátt Þó atburðirnir þennan dag séu flestum í fersku minni, eru 20 ár ansi langur tími og heil kynslóð vaxin úr grasi síðan þá og er jafnvel komið í háskólanám. Tekur Silja eftir mun á yngstu nemendum og viðhorfi þeirra til atburðanna 11. september? „Ungt fólk á þessum aldri man kannski ekki sjálft eftir að hafa séð atburðina, en þau eiga minningar um að hafa séð upptökurnar og hvernig þetta birtist í dægurmenningu og fréttum. Þannig að þó þau muni þetta ekki beint þá er þetta minning sem situr í samfélaginu, en þau hafa auðvitað ekki samanburðinn við það hvernig heimurinn var áður.“ Bandaríkin og fjölþjóðaliðið sem réðist inn í Afganistan til að velta Talibönum úr sessi og handsama Osama Bin Laden naut stuðnings Norðurbandalagsins svokallaða. Á þessari mynd eru Norðurbandalagsmenn að fylgjast með loftárásum bandaríska hersins á búðir Talibana í Kunduz-heraði. Hriktir í stoðum kerfis sem Bandaríkin sköpuðu sjálf Á tímanum sem Silja minntist á hér að ofan, milli endaloka Kalda stríðins og fram að árásunum, var staða Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu afar sterk. Hið frjálslynda lýðræðisskipulag, sem Bandaríkin sköpuðu í loka seinna stríðs var ríkjandi og Bandaríkin voru, altjent að eigin mati, kyndilberar frelsisins um heim allan. „En þegar Bandaríkin stíga út úr því,“ segir Silja. „og hætta að virða reglur alþjóðasamfélagsins um hvernig leita þurfi samþykkis til að hafa afskipti af innri málum annarra ríkja, eru þau í raun að grafa undan eigin trúverðugleika og leiðtogahlutverki. Þannig byrjar að hrikta í þessu kerfi og við sjáum ekki ennþá fyrir endann á því. Minningar munu dofna en afleiðingarnar sitja eftir En heldur Silja að „9/11“ verði alltaf jafn alltumlykjandi á komandi árum? „Það er erfitt að segja. Það er mögulega hægt að líkja þessu við árásina á Pearl Harbour sem dró Bandaríkin inn í seinni heimsstyrjöldina á sínum tíma. Hún hefur ákveðna stöðu enn í dag en hefur fölnað í minningunni og stendur fólki ekki jafn nærri og fyrir 40-50 árum. Minningin um 9/11 mun kannski dofna og hverfa, en eftir sitja afleiðingar af viðbrögðunum við árásunum, sem við erum meðal annars að horfa uppá í Afganistan í dag.“
Bandaríkin Afganistan Öryggis- og varnarmál Írak Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira