Þægilegur sigur Bayern á Leipzig Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 21:29 Manuel Neuer stóð í marki Bayern Munchen EPA-EFE/FILIP SINGER RB Leipzig fékk stórlið Bayern Munchen í heimsókn í þýsku Bundesligunni í kvöld Leipzig hafði verið í einhverjum vandræðum fyrir þennan leik og höfðu einungis náð í fjögur stig í fyrstu leikjum tímabilsins. Bayern hafði í þessum sömu þremur leikjum sótt sjö stig. Fyrirfram var þó búist við nokkuð öruggum sigri Bæjara. Það kom líka á daginn en Bayern Munchen vann 1-4 útisigur í leik sem varð aldrei spennandi. Það var Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tólf mínútna leik. Leikmaður Leipzig handlék knöttinn klaufalega inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Lewandowski, sem margir gætu kallað besta framherja heims, átti ekki í miklum vandræðum með að skora og sendi markvörðinn, Peter Gulasci, í vitlaust horn. 4:1 win in Leipzig! MIA SAN MIA! Our player of the match: @JamalMusiala #RBLFCB #FCBayern #Bambi #esmuellert #Bundesliga pic.twitter.com/QKRYIjBrK9— Thomas Müller (@esmuellert_) September 11, 2021 Á 47. mínútu skoraði Jamal Musiala með fínu skoti af stuttu færi eftir ágætan undirbúning frá Alphonso Davies. Það var svo Musiala sem lagði upp næsta mark fyrir Leroy Sane. Frábært spil sem endaði með því að Sane þurfti næstum ekkert að hafa fyrir því að moka boltanum yfir línuna. Konrad Laimer lagaði stöðuna með stórglæsilegu marki á 58. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Eric Choupo-Moting skoraði svo fjórða mark Bayern Munchen í uppbótartíma. Bayern komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar á eftir Wolfsburg sem er með tólf stig. Þýski boltinn Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Leipzig hafði verið í einhverjum vandræðum fyrir þennan leik og höfðu einungis náð í fjögur stig í fyrstu leikjum tímabilsins. Bayern hafði í þessum sömu þremur leikjum sótt sjö stig. Fyrirfram var þó búist við nokkuð öruggum sigri Bæjara. Það kom líka á daginn en Bayern Munchen vann 1-4 útisigur í leik sem varð aldrei spennandi. Það var Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tólf mínútna leik. Leikmaður Leipzig handlék knöttinn klaufalega inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Lewandowski, sem margir gætu kallað besta framherja heims, átti ekki í miklum vandræðum með að skora og sendi markvörðinn, Peter Gulasci, í vitlaust horn. 4:1 win in Leipzig! MIA SAN MIA! Our player of the match: @JamalMusiala #RBLFCB #FCBayern #Bambi #esmuellert #Bundesliga pic.twitter.com/QKRYIjBrK9— Thomas Müller (@esmuellert_) September 11, 2021 Á 47. mínútu skoraði Jamal Musiala með fínu skoti af stuttu færi eftir ágætan undirbúning frá Alphonso Davies. Það var svo Musiala sem lagði upp næsta mark fyrir Leroy Sane. Frábært spil sem endaði með því að Sane þurfti næstum ekkert að hafa fyrir því að moka boltanum yfir línuna. Konrad Laimer lagaði stöðuna með stórglæsilegu marki á 58. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Eric Choupo-Moting skoraði svo fjórða mark Bayern Munchen í uppbótartíma. Bayern komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar á eftir Wolfsburg sem er með tólf stig.
Þýski boltinn Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira