Þetta eru þær McKayla Maroney, Maggie Nichols, Aly Raisman og Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma. Þær hafa allar greint frá því að Nassar hafi misnotað þær.
Skoðun dómsmálaráðuneytisins sýndi að víða var pottur brotinn í rannsókn FBI á kynferðisbrotum Nassars. Hún leiddi meðal annars í ljós að FBI tók ábendingar um kynferðisbrot Nassars ekki nógu alvarlega, brást illa við þeim og gerði fjölda mistaka við rannsókn málsins.
Í janúar 2018 var Nassar dæmdur 175 ára fangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot. Rúmlega 150 stúlkur og konur greindu frá brotum Nassars fyrir rétti. Meðal þeirra voru Raisman og Jordyn Wieber.
Bandaríska Ólympíunefndin baðst seinna afsökunar á því að hafa mistekist að verja íþróttamenn sína fyrir Nassar.
Biles dró sig úr keppni í liðakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar vegna andlegrar vanlíðunar. Hún vann svo brons á jafnvægisslá. Biles hefur alls unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum og 25 verðlauna á heimsmeistaramótum.