Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu smellir kossi á verðlaunagripinn eftir að hafa unnið US Open. Getty/Al Bello Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við. Tennis Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Sjá meira
Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við.
Tennis Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Sjá meira