Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti: 500 mega koma saman og opnunartími lengdur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2021 11:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund, það er að segja að staðirnir mega hleypa gestum inn til miðnættis en verða að vera búnir að loka klukkan eitt. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund sem lauk rétt í þessu. Alls munu 1.500 mega koma saman á stórum sitjandi viðburðum þar sem krafa er gerð um framvísun neikvæðs hraðprófs. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig felld niður. Almenn fjarlægðartakmörk og grímuskylda verða þá óbreytt og verða því þeir sem starfa í miklu návígi við aðra, til dæmis hárgreiðslufólk, áfram að bera grímu. Þrjú til fjögur afbrigði „á radarnum“ Breytingarnar eru í fullkomnu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og að sögn Svandísar var samhljómur um þær á ríkisstjórnarfundi. „Það eru alltaf einhverjir sem vilja ganga lengra, einverjir sem vilja ganga skemur, einhver sem vill ræða grímunotkun, ræða fjarlægðir,“ sagði Svandís um samtal ráðherra. Spurð að því hvort kúrfan færi ekki bara upp aftur í kjölfar afléttinga vitnaði Svandís í sóttvarnalækni og sagði um að ræða varfærin skref. Hún sagði í raun lítið í samfélaginu sem væri háð takmörkunum en á radarnum væru þrjú eða fjögur afbrigði sem þyrfti að fylgjast með. Hún sagði það mikla breytingu fyrir leikhús og aðra svipaða starfsemi að geta nú haft 500 manns í sama hólfi og sömuleiðis fyrir það sem væri kallað „djammið“. Spurð um hættuna af djamminu benti hún á að bylgjurnar hefðu gjarnan byrjað þar. Breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. september til 6. október - Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Börn fædd 2006 og síðar verða nú undanþegin fjöldatakmörkunum og telja því ekki í hámarksfjölda. - Hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum verður 1.500 manns - Hraðprófsviðburðir geta verið standandi með 1 metra reglu (gríma ef 1 metra verður ekki viðkomið) - Séu þeir sitjandi þarf ekki að viðhafa 1 metra og ekki hafa grímu. - Áfram verður skylt að halda skrá yfir gesti en ekki skrá í sæti. - Nálægðartakmörkun verður almennt óbreytt 1 metri nema á sitjandi viðburðum og á skólaskemmtunum. - Grímuskylda verður að mestu óbreytt, þ.e. hafa þarf grímu innandyra þegar ekki er unnt að viðhafa 1 metra fjarlægð. - Veitingastaðir, þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, geta haft opið klukkustund lengur, til kl. 00.00 og tæma þarf staðina fyrir kl. 01.00. - Grunn- og framhaldsskólum verður gert heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir framvísi neikvæðu hraðprófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt. Ekki verður gerð krafa um nálægðatakmörk eða grímuskyldu, en skylt verður að skrá gesti. Horfa til samstarfs við einkaaðila Ráðherra sagði útfærslu hraðprófanna lokið en skipuleggjendur hefðu kallað eftir því að boðið yrði upp á hraðprófin víðar en bara á Suðurlandsbraut og verið væri að skoða hvernig mætti koma til móts við þær óskir, meðal annars með samstarfi við einkaaðila. Svandís sagið sérstakan tíma framundan en sú reglugerð sem nú tæki gildi myndi ganga úr gildi eftir kosningar og í öðru umhverfi. Sömu sóttvarnalög yrðu hins vegar í gildi og sama ferli. Hún sagði það gæfu landsmanna að hlusta á það sem sóttvarnalæknir hefði haft fram að færa, jafnvel þótt menn hefðu haft misjafnar skoðanir. Samtalið um sóttvarnaaðgerðirnar hefði verið opið og sóttvarnalæknir hlustað á ólíkar raddir en látið heilsu og líf sæta forgangi. Ráðherra sagðist ekki geta spáð um framhaldið, hvort 500 manna fjöldatakmörkin væru komin til að vera. Það kæmi í ljós á næstu vikum og mánuðum hvernig tækist að halda faraldrinum í skefjum en hún teldi óhætt að horfa bjartsýnum augum fram á veginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund sem lauk rétt í þessu. Alls munu 1.500 mega koma saman á stórum sitjandi viðburðum þar sem krafa er gerð um framvísun neikvæðs hraðprófs. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig felld niður. Almenn fjarlægðartakmörk og grímuskylda verða þá óbreytt og verða því þeir sem starfa í miklu návígi við aðra, til dæmis hárgreiðslufólk, áfram að bera grímu. Þrjú til fjögur afbrigði „á radarnum“ Breytingarnar eru í fullkomnu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og að sögn Svandísar var samhljómur um þær á ríkisstjórnarfundi. „Það eru alltaf einhverjir sem vilja ganga lengra, einverjir sem vilja ganga skemur, einhver sem vill ræða grímunotkun, ræða fjarlægðir,“ sagði Svandís um samtal ráðherra. Spurð að því hvort kúrfan færi ekki bara upp aftur í kjölfar afléttinga vitnaði Svandís í sóttvarnalækni og sagði um að ræða varfærin skref. Hún sagði í raun lítið í samfélaginu sem væri háð takmörkunum en á radarnum væru þrjú eða fjögur afbrigði sem þyrfti að fylgjast með. Hún sagði það mikla breytingu fyrir leikhús og aðra svipaða starfsemi að geta nú haft 500 manns í sama hólfi og sömuleiðis fyrir það sem væri kallað „djammið“. Spurð um hættuna af djamminu benti hún á að bylgjurnar hefðu gjarnan byrjað þar. Breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. september til 6. október - Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Börn fædd 2006 og síðar verða nú undanþegin fjöldatakmörkunum og telja því ekki í hámarksfjölda. - Hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum verður 1.500 manns - Hraðprófsviðburðir geta verið standandi með 1 metra reglu (gríma ef 1 metra verður ekki viðkomið) - Séu þeir sitjandi þarf ekki að viðhafa 1 metra og ekki hafa grímu. - Áfram verður skylt að halda skrá yfir gesti en ekki skrá í sæti. - Nálægðartakmörkun verður almennt óbreytt 1 metri nema á sitjandi viðburðum og á skólaskemmtunum. - Grímuskylda verður að mestu óbreytt, þ.e. hafa þarf grímu innandyra þegar ekki er unnt að viðhafa 1 metra fjarlægð. - Veitingastaðir, þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, geta haft opið klukkustund lengur, til kl. 00.00 og tæma þarf staðina fyrir kl. 01.00. - Grunn- og framhaldsskólum verður gert heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir framvísi neikvæðu hraðprófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt. Ekki verður gerð krafa um nálægðatakmörk eða grímuskyldu, en skylt verður að skrá gesti. Horfa til samstarfs við einkaaðila Ráðherra sagði útfærslu hraðprófanna lokið en skipuleggjendur hefðu kallað eftir því að boðið yrði upp á hraðprófin víðar en bara á Suðurlandsbraut og verið væri að skoða hvernig mætti koma til móts við þær óskir, meðal annars með samstarfi við einkaaðila. Svandís sagið sérstakan tíma framundan en sú reglugerð sem nú tæki gildi myndi ganga úr gildi eftir kosningar og í öðru umhverfi. Sömu sóttvarnalög yrðu hins vegar í gildi og sama ferli. Hún sagði það gæfu landsmanna að hlusta á það sem sóttvarnalæknir hefði haft fram að færa, jafnvel þótt menn hefðu haft misjafnar skoðanir. Samtalið um sóttvarnaaðgerðirnar hefði verið opið og sóttvarnalæknir hlustað á ólíkar raddir en látið heilsu og líf sæta forgangi. Ráðherra sagðist ekki geta spáð um framhaldið, hvort 500 manna fjöldatakmörkin væru komin til að vera. Það kæmi í ljós á næstu vikum og mánuðum hvernig tækist að halda faraldrinum í skefjum en hún teldi óhætt að horfa bjartsýnum augum fram á veginn.
Breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. september til 6. október - Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Börn fædd 2006 og síðar verða nú undanþegin fjöldatakmörkunum og telja því ekki í hámarksfjölda. - Hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum verður 1.500 manns - Hraðprófsviðburðir geta verið standandi með 1 metra reglu (gríma ef 1 metra verður ekki viðkomið) - Séu þeir sitjandi þarf ekki að viðhafa 1 metra og ekki hafa grímu. - Áfram verður skylt að halda skrá yfir gesti en ekki skrá í sæti. - Nálægðartakmörkun verður almennt óbreytt 1 metri nema á sitjandi viðburðum og á skólaskemmtunum. - Grímuskylda verður að mestu óbreytt, þ.e. hafa þarf grímu innandyra þegar ekki er unnt að viðhafa 1 metra fjarlægð. - Veitingastaðir, þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, geta haft opið klukkustund lengur, til kl. 00.00 og tæma þarf staðina fyrir kl. 01.00. - Grunn- og framhaldsskólum verður gert heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir framvísi neikvæðu hraðprófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt. Ekki verður gerð krafa um nálægðatakmörk eða grímuskyldu, en skylt verður að skrá gesti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira