Bandarískir háskólar hyggjast rannsaka tengslin milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2021 08:02 Ekki hefur verið sýnt fram á orsakasamband milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna en sérfræðingar segja mögulega um að ræða bólguviðbragð sem ætti að ganga yfir á skömmum tíma. Getty Rannsakendur við fimm bandarískir háskólar hyggjast nú gera langtíma rannsókn á mögulegum tengslum bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna. Margar konur hafa greint frá breytingum í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að um orsakasamband sé að ræða. Vandamálið er tvíþætt; í fyrsta lagi hafa lyfjaframleiðendur ekki lagt það í vana sinn að rannsaka áhrif bóluefna á tíðahringinn eða frjósemi þegar prófanir eru gerðar á virkni og öryggi efnanna. Þá hafa engar rannsóknir verið gerðar á mögulegum tengslum þarna á milli. Í öðru lagi þá er tíðahringurinn afar breytilegur, bæði hjá konum yfirhöfð og hjá hverri konu fyrir sig. Þannig geta margir þættir haft áhrif á hann, til dæmis streita, veikindi og lífstílsbreytingar. Þrátt fyrir margar sögur af mögulegum tengslum milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna segja sérfræðingar ekki liggja fyrir að um orsakatengsl sé að ræða og ítreka að bóluefnin séu örugg, virk, og nauðsynleg til að binda enda á kórónuveirufaraldurinn. Þeir segja hins vegar um að ræða mikilvæga spurningu sem sé enn ósvarað. Rannsóknin verður framkvæmd af teymum við Boston University, Harvard Medical School, Johns Hopkins University, Michigan State University og Oregon Health and Science University. Þátttakendur verða á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki verið bólusettir. Helmingur hópsins mun samanstanda af einstaklingum sem hyggjast láta bólusetja sig og helmingur af einstaklingum sem ætla ekki að þiggja bólusetningu. New York Times greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kvenheilsa Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Vandamálið er tvíþætt; í fyrsta lagi hafa lyfjaframleiðendur ekki lagt það í vana sinn að rannsaka áhrif bóluefna á tíðahringinn eða frjósemi þegar prófanir eru gerðar á virkni og öryggi efnanna. Þá hafa engar rannsóknir verið gerðar á mögulegum tengslum þarna á milli. Í öðru lagi þá er tíðahringurinn afar breytilegur, bæði hjá konum yfirhöfð og hjá hverri konu fyrir sig. Þannig geta margir þættir haft áhrif á hann, til dæmis streita, veikindi og lífstílsbreytingar. Þrátt fyrir margar sögur af mögulegum tengslum milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna segja sérfræðingar ekki liggja fyrir að um orsakatengsl sé að ræða og ítreka að bóluefnin séu örugg, virk, og nauðsynleg til að binda enda á kórónuveirufaraldurinn. Þeir segja hins vegar um að ræða mikilvæga spurningu sem sé enn ósvarað. Rannsóknin verður framkvæmd af teymum við Boston University, Harvard Medical School, Johns Hopkins University, Michigan State University og Oregon Health and Science University. Þátttakendur verða á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki verið bólusettir. Helmingur hópsins mun samanstanda af einstaklingum sem hyggjast láta bólusetja sig og helmingur af einstaklingum sem ætla ekki að þiggja bólusetningu. New York Times greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kvenheilsa Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira